Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Qupperneq 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Qupperneq 10
Á hraðri leið til siðmenningar Afríka er næststærsta heimsálfan. Um hana þvera liggja hin svonefndu Mið-Afríku-lönd. Þau eru að flatarmáli stærri en tveir þriðju allrar álf- unnar og stærri en Bandaríki Norður-Ameríku. Á aðra hönd liggja sólbökuð lönd sem eru gamalt yfirráðasvæði Araba og í ævagömlum sögulegum tengslum við Evrópu. Andspænis.þeim syðst í álf- unni búa afkomendur hollenzkra landnema frá 17. öld. Fram á miðja 19. öld var Mið-Afríka næst- um framandi hinum siðmenntaða heimi. Þetta víðáttumikla land geymdi fleiri fux-ðuverk nátt- úrunnar en menn órar fyrir. Vötn eru þar á boi'ð við vötnin miklu í Norður-Ameríku. Stórfljót á við Mississippi og Amazon. Tröllauknir fossar og snæviþakin fjöll sem eru hærri en hæstu fjöll Evrópu. Á þessu landsvæði er fólkið nú vaknað til lífs- ins eftir aldanna svefn og kyrx'stöðu. I Mið- Afríku eru töluð yfir 300 tungumál og mállýzk- ur. Þar má heyra hnitmiðað mál og fágaðan fram- burð hámenntuðustu manna, en einnig tungumál sem einkennast af gómslettum og hljóðum sem minna á gi'ísi, sem gniðja. Hinar 130 milljónir manna sem lönd þessi byggja, krefjast nú þess í æ ríkari mæli að fá að ráða málum sínum sjálf- ar og verður meira ágengnt í því efni en nokkum mann gat grunað fyrir svo sem einum manns- aldri. Nú hefur sjálfstætt ríki verið stofnað á vesturströnd Afríku. Það hlaut nafnið Ghana. Ibúatala þess er 31 milljón, flestir ei'u svertingj- ar. Forsætisráðherra Ghana Nkrumah er mennt- aður í Bandaríkjunum, hann hefur sezt að í hí- býlum hins fyrrverandi brezka landstjóra, en lát- ið sendimanni hennar háteignar Bretadrottning- ar í té höll sína. Langt í austi’i er Kenya, þar sem kynþáttaárekstrarnir urðu. Innfæddir menn eru nú kosnir þar í fyrsta sinn til þess að taka sæti í i’áðum og nefndum. Nokkru sunnar 1 álfunni, í brezku Rhodesíu og Nýasalandi, reyna hvítir menn og þeldökkir að i'áða málum sínum til lykta innan ramma sambandsríkis, hinn hvíti minni hluti er þó alltaf mestu ráðandi. Annars staðar í Mið-Afi’íku hafa illdeilur Bi’eta og Mau-mau- manna í Kenya orðið hinum hvítu húsbændum víti til varnaðar. Svertingjarnir, sem voru i’éttlausir, eru nú full- ir af óþreyju; hafa þeim verið veitt aukin rétt- indi, venjulega minni en þó stundum meiri en þeir hafa getað valdið. Af þeim Evi'ópuþjóðum sem komu saman í Berlín 1884 til þess að skipta með sér hinum lítt þekktu löndum Afi'íku hafa fjórar þjóðir, sem enn hafa þar nokkur ítök, fylgt fex'nskonar stefnum, en þó oft hikandi. Bret- ar, sem i'áða löndum allt frá frumskógum vest- urstrandarinnar til hálandanna í austri, þar sem byggðir Evrópumanna eru þéttar, móta stefnu sína eftir því sem hentugt þykir á hverjum stað og tíma. Þrátt fyrir margs konar glappaskot sem oft er reynt að lagfæra í flýti hefur nýlendumála- ráðuneytið leitast við að setja á fót heimastjói'n í löndum, þar sem íbúar eru nær eingöngu svert- ingjar, en stúðla að jöfnuði þar sem margir kyn- þættir búa. Líkt og forstjói'ar fyi'irtækja væru að vei'ki hafa hinir belgisku húsbændur í Kongo reyxit að foi’ðast stjórnmál. Hvoi’ki hvítir menn né svartir hafa kosninga- rétt, en leitast er við að skapa báðum aðilum beztu lífskjör sem þekkjast í Mið-Afríku. Þetta þykir hafa gefizt vel. Stefna Frakka í þeim miklu land- flæmum sem þeir ráða í Mið-Afi'íku hefur eink- unx beinzt að því að hjálpa hinum innfæddu mönn- unx til aukinnar þekkingar og þroska. Þetta er háleitt markmið, en ef til vill ekki einhlítt. Skoð- un Frakka er sú að ef hinir innfæddu menn læri að líta á sig sem Frakka þá muni allt ganga vand- ræðalaust. I Mozambique og Angole hafa Portú- galar getað boðið upp á allmikinn félagslegan jöfnuð en lítið annað. Eftir mikla kúgun og ai'ð- rán af hendi samlanda og útlendinga hafa Mið- Afríkumenn séð hvað fi'elsið færir öðrurn og krefj- ast þess nú sjálfum sér til handa. Hinir ævintýragjörnu portúgölsku siglinga- 210

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.