Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Síða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Síða 21
hafið með slíkum yndisþokka, sem hlaut að vekja hrifningu. Hvasst var og skipið hallaðist mikið á bakborða. Ekkert hljóð heyrðist frá neinni vél, en vind- urinn þaut í reiða og rám og öldugjálfrið verkaði svæfandi á mig. Mér hafði verið sagt að Christian Radich væri hrað- skreiðasta seglskip sinnar teg- undar og ég trúði því á þessari stundu. Himininn var heiður og í gegnum seglin sá ég stjörnurn- ar. Það var sjón, sem ég gleymi aldrei. Mér varð ljóst að hvað sem fyrir kæmi, myndi ég aldrei iðra þess, sem ég hafði ráðizt í. Jafnvel þótt skipstjórinn yrði sjóðandi vondur. Ég gæti tekið því öllu, þetta var þess virði. Um kl. 9 morguninn eftir kom Espenak bátsmaður niður i seglageymsluna, með þremur mönnum til að hefja vinnu. Þeg- ar þeir komu auga á mig, spurðu þeir hvort ég væri einn af kvik- myndamönnunum, og þegar ég neitaði því, sagði bátsmaðurinn: „Þú ert laumufarþegi". Ég ját- aði og þegar bátsmaðurinn hafði virt mig fyrir sér um hríð, sagði hann: „Ég held við ættum að fara og heilsa upp á .skipstjór- ann“. Skipstjórinn var þrekinn mað- ur, um sjötugt. Þetta var síðasta ferðin hans og hann hafði aldrei fengið laumufarþega um borð í skip sitt. Þegar hann spurði mig hvers vegna ég hefði tekið upp á þessu, svaraði ég því til að ég hefði dáðst að skipi hans og að eina ieiðin til að fá að fljóta með, hefði verið þessi, sem ég tók. „Jæja, en hvað eigum við að gera við þig?“ Ég svaraði, að ég væri fús til að vinna hvaða verk sem væri. „Við eigum einskis úrkosta", sagði skipstjórinn. „Við töpum tveim dögum ef við förum að snúa við. Við höfum vind og straum með okkur og svo erum við ekki á venjulegri siglingaleið, og þar að auki halda öll venjuleg skip sig langt frá okkur vegna þess að hér er um seglskip að ræða“. Ég brosti feg- inn. Þetta var nákvæmlega sem óg hafði vonast eftir, en skip- stjórinn virtist ekki vera ánægð- ur með ástandið. „Við verðum að bíða og sjá hvað hægt verður að gera við þig, en fyrst um sinn ert þú undir umsjá bátsmanns- ins. Þú verður að vinna eins og skipsmaður og taka þína vakt“. Þeir ákváðu að setja mig á bakborðsvaktina, sem þýddi að ég varð að taka vaktir, stýra, og rifa segl, í stuttu máli vinna öll skipsverk. Ég var svo glaður Laumufarþeginn við skipsstörf lengst t. v. að ég átti erfitt með að leyna því. Mér var fengin koja, slcápur og vaktnúmer, og fékk að auki við- urnefnið „laumufarþeginn". Mér þótti gaman að sjá viðbrögð skip- verjanna. Flestum þeirra fannst þetta mjög spennandi og tóku að spyrja mig spjörunum úr um mín fyrri ævintýri án þess að detta í hug að þetta var mitt stærsta ævintýri. Skipstjórinn, skipverjar og kvikmyndatöku- fólkið tóku þessu vel, og ég vil segja það norskum sjómönnum til verðugs hróss, að aldrei í sög- unni hefur verið farið betur með neinn laumufarþega. Ég varð auðvitað að vinna eins og hinir, en ég hafði sömu réttindi og aðr- ir skipverjar, og þegar ég var orðinn tóbakslaus, deildu þeir sínum skammti með mér. Þriðju nóttina, sem ég var um borð, var ég kallaður upp á dekk um kl. 2. Þetta varð mér ógleym- anleg nótt, því þá kom í ljós hversu litla þekkingu ég hafði í raun og veru á meðferð segla og því, sem að þeim laut. Vindurinn hafði snúizt og við áttum að klifra upp í reiðann og hagræða seglunum. Það var kom- ið rok og slagviðri, og við urð- um að bjarga toppseglunum. Ég hafði aldrei komið upp í reiða á „fullrigger" og vildi ógjarnan missa af þessu tæki- færi, klifraði strax upp með hin- um. Piltarnir ráðlögðu mér að líta sem minnst niður á meðan ég hengi í reiðanum og halda mér vindmegin við reiðann, því þá ætti ég ekki eins á hættu að falla í sjóinn, en i þessum stonni og sjó hefði verið útilokað að bjarga þeim, sem félli fyrir borð ofan úr reiða. Þegar við komum upp að stór- sigluránni, urðum við að sleppa hinni tiltölulega öruggu fótfestu reipstiganna og feta okkur hægt eftir ránni. Friðrik og annar Norðmaður Thor að nafni, höfðu mig á milli sín og gáfu mér góð ráð á víxl. Undir ránni var kaðall, sem við héldum jafnvæginu á, um leið og við gripum seglin og kaðal- inn, sem lá yfir ránni. Ég gat ekki varizt þeirri hugsun hvern- ig fara mundi ef kaðallinn væri fúinn. Við áttum að ná seglun- um að ránni og binda þau við hana. Skipið hófst upp á öld- unum og vált þvínæst á hliðina, stormurinn færðist í aukana og hann hvein í seglum og reiða, en sjólöðrið þeyttist yfir okkur. Við vorum tíu hæðir uppi. Ýmist slengdist ég að ránni eða frá henni og varð að grípa dauða- haldi í kaðlana svo ég þeyttist ekki út í ólgandi hafið. Ég var hálfdofinn af kulda og allt sem ég snerti við var hált og blautt. Mér fannst þetta vera barátta upp á líf og dauða. Pilt- arnir hafa víst séð hvernig mér leið því Thor öskraði í eyra mér: „Við höfum allir gengið í gegn- 221

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.