Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Blaðsíða 24
Sölnsamband
íslcnzkra
fiskírainlclðcnda
var stoínað 1 Júlímánuði 1932, með
írjálsum samtökum íiskframleiðenda
hér á landl. — Sambandið er stofn-
að til þess að reyna að ná eðlilegu
verði á útfluttan flsk landsmanna
að svo miklu leyti, sem kaupgeta
í neyzlulöndum leyfir.
Sbrilstofa Sölnsambandsins
er i Ilafnarhúsinu
Simnefnl: Fisksölimefndin.
Símar 1480 (7 línur).
Búnaðarbanki íslands
Austurstræti 5 — Reykjavík.
Síml 81200 — Útibú á Akureyri.
Banklnn er sjálfstæð stofnun
undir sérstakri stjóm,
og er eign ríkisins.
*
Trygging fyrir innstæðu
er ábyrgð ríklsins,
auk eigna bankans sjálfs.
VB [R •VauuiféV'óezt
Á
„Já, við erum alveg öruggir", sagði
skipstjórinn á strandferðaskipinu við
lífhræddan farþega. „Ég hef siglt
skipum á þessum slóðum í fjölda ára
og þekki hvert blindsker og boða“.
í þvi tók skipið niðri svo allt lék
á reiðiskjálfi stafna á milli. „Þama“,
sagði stýrimaður, „þetta var eitt
þeirra".
*
*
Drukkinn betri borgari ávarpar
vegfaranda: „Hikk, fyrirgefið góði,
segið mér, hikk, hvorum megin er
hinum megin götunnar?"
„Nú þama hinum megin“.
„Hikk, ég var þar áðan, og þeir
sögðu mér, að, hikk, það væri hérna
megin, hikk“.
*
Þjóðareinkenni.
Þegar Franzmaður drekkur vín,
langar hann til að dansa; Þjóðverj-
ann langar til að syngja; Spánverj-
ann að spila fjárhættuspil; Englend-
inginn að éta; ítalinn gortar; Rúss-
inn verður ástúðlegur; írinn kemst
í bardagahug; Ameríkananum lang-
ar umfram allt að halda ræðu; ís-
lendingurinn — deyr!
*
FRÍV2!
Franski rithöfundurinn, Balzac, lá
eitt sinn sem oftar andvaka í mmi
sínu. Sér hann þá, hvar maður læð-
ist hljóðlega inn í herbergið og reyn-
ir að stinga upp læsinguna á skrif-
borðinu hans. Enginn getur láð ves-
lings þjófnum, þótt hann yrði dá-
lítið skelkaður og ringlaður, er hann
heyrði háværan hæðnishlátur íbúa
herbergisins, sem hann hélt vera
í fasta svefni.
„Hvers vegna ertu að hlægja"'
spurði hann.
„Ég er að hlægja að því, kæri
vinur“, svaraði Balzac, „hve litlar
líkur eru til þess, að þú finnir nokk-
uð fémætt í þessu skrifborði að
nóttu, þegar heiðvirðum og löghlýðn-
um eiganda þess tekst aldrei að finna
neitt í því, jafnvel þótt hábjartur
dagur sé.
Þjófurinn hafði sig hið skjótasta
á braut.
*
Dómarinn: „Lögregluþjónninn ber,
að þér hafið verið dmkkinn og reynt
að klífa upp í ljóskersstaur".
Sökudólgur: „Já, sannai-lega, yðar
velborinheit, sannarlega gerði ég það,
en það höfðu nú verið þrír krókó-
dílar á hælunum á mér næstum alla
nóttina, og satt að segja voru þeir
farnir að fara déskoti í taugamar
á mér“.
*
Sá fulli: „Hikk, segðu mér, lög-
regluþjónn, hvar er ég?“
Lögregluþjónn: „Þú ert á horni
Laugavegs og Frakkastígs".
Sá fulli: „Elskan mín, slepptu nú
smáatriðum. f hvaða borg er ég?“
*
Jón var ókominn heim síðla kvölds.
Kona Jóns sendir þá eftirfarandi
skeyti til fimm beztu vina Jóns: „Jón
ókominn heim. Er áhyggjufull. Er
hann hjá þér?“
Skömmu seinna kom eiginmaður-
inn heim, heill á húfi. Áður en löng
stund leið, bárust firnm svarskeyti,
sem öll hljóðuðu á sama veg: „Já,
Jón gistir hjá mér í nótt“.
224