Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Síða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Síða 31
hafði að segja. Það var ameríski ræðismaðurinn í Frakklandi, Ar- on Vail. Vail taldi Fitch á að koma til Parísar og sýna far- kostinn á Signu. Fitch fór að orðum hans og tók sér ferð á hendur til Parísar 1793. En óheppnin elti hann, því að Lúð- vík XVI var nýfallinn fyrir fall- öxinni, og í því blóðbaði, sem þá ríkti í París, hafði ekki nokk- ur sála áhuga á leikfangi eins og skipi, sem gat siglt fyrir gufu- afli upp Signu. Fitch var nú orðinn 51 árs að aldri og bugaður af mótlæti. Hann fór til Ameríku aftur og vann nú um hríð í skipasmíða- stöðvunum í Boston. Síðan fór hann til New York, fótgangandi. Hann tók þar að vinna að og full- gerði lítinn bát, sem var með skrúfu eins og tíðkast nú í öll- um skipum, allt frá smáskipum til stórra hafskipa. En menn veittu þessu ekki athygli frekar en það væri ómerkilegt leikfang. Dapur í huga hélt Fitch nú til Kentucky, þar sem hann hafði mælt sér út landskika með mik- illi kostgæfni. Þar biðu hans ný vonbrigði. Þar voru nýbyggjar fyrir, sem slegið höfðu eign sinni á land hans og vildu ekki borga eyrisvirði til frumeigandans. í vandræðum sínum sneri Fitch sér til gistihúsaeiganda eins í Bardstown, Kentucky með eftirfarandi tillögu sína: ,,Ég á nokkra væna landskika hér um slóðir og mér ríður nú á, að fá eignarskilríki mín staðfest. Ef þér viljið veita mér fæði og hús- næði, meðan ég kem málum mín- um í lag, skuluð þér fá helming landeignarinnar“. Gistihúsaeig- andinn féllst á tilboðið og Fitch lagði allt kapp á málið og vænti, að það yrði útkljáð hið bráðasta. En hann var nú orðinn veikur maðui', útslitinn og andlega bug- aður. Hann leitaði læknis, ,sem gaf honum pillur með fyrirmæl- um að taka nokkrar þeirra á dag. Kvöld eitt, árið 1798, safn- aði Fitch innihaldi pilluglassins saman og skolaði því niður. Hann var jarðaður án leg- steins við Ohiofljótið, sem síðar, MARGIVTTAN - MEINVÆTTUR SJÓMAAINA Brezka tímaritið „World Fish- ing“ birti nýlega grein um mar- glyttuna, í senn fróðlega og gam- ansama, og fara hér á eftir glefs- ur úr henni ásamt ýmsu fleiru um lifnaðarháttu marglyttunnar. Versta marglyttuplága, sem ég hef lent í, segir greinarhöfund- ur, var á reknetaveiðum við Pet- <*— -------------- -----------<»> eða u. þ. b. 40 árum síðar, varð einhver fjölfarnasta gufuskipa- ieið heimsins. í herbergi hins dauða manns fundu menn 3ja feta langt líkan af gufuvél á hjól- um með svipuðum brúnum og á járnbrautarvögnum nútímans, og bendir það mjög til, að hinn frjói heili og lögnu hendur Fitch hafi verið að sýsla við uppfinningar, rétt fyrir dauða sinn. Hefur hann e. t. v. séð fyrir tilkomu járn- brauta engu síður en gufuskipa? Það má segja að ólán John Fitch hafi m. a. verið fólgið í því, að hann hafi verið sem leik- ari, er birtast átti í síðasta þætti leikrits, en villst inn á sviðið í fyrsta þætti. Fyrsti þáttur þessa leikrits, þáttur hinnar nýju þjóð- ar sem var að verða til í Ame- ríku, var með menn eins og Was- hington, Hamilton og Jefferson í aðalhlutverkunum og þeir voru allir önnurn kafnir við að mynda nýtt lýðræðisþjóðfélag. Engin þeirra virtist hafa vakandi auga fyrir nýjungum á sviði sam- gangna, sem voru þó svo mjög aðkallandi hinni ungu þjóð til að halda uppi samgöngum við hinar miklu, gömlu verzlunar- þjóðir. Og enginn þeirra renndi grun í, að meðal þeirra hafði ver- ið mikill maður, sem var lítils virtur vegna skilningsleysis þeirra og svifti sjálfan sig lífi í gistiherbergi í Kentucky, kal- inn á hjarta yfir andstreymi heimsins. erhead síðla sumars 1928. Það voru ekki stóru, rauðbrúnu mar- glytturnar með allt að sex metra langa eiturþráðaflækju aftur úr sér, sem algengar eru í Norður- sjónum, heldur þessar litlu, blá- hvítu. En stungur þeirra eru ekki sársaukaminni, og mergðin var svo mikil, að næstum óger- legt var að sinna netum. Merki- legast var, að við sáum ekki mik- ið af þeim, þegar. við lögðum netin, en þegar við drógum þau, sópuðust þær innbyrðis í tuga- tali. Netin voru slímug af þeim, og þegar við hristum þau, þyrl- uðust úr þeim brenniblöðrur, sem fylltu loftið, settust á hör- und okkar, og særðu okkur svo, að okkur lá við hljóðum — end- urminningin um þá fer enn um mig eins og hrollur. Allir, sem fást við rekneta- veiði ættu að læra að umgangast marglyttur með tilhlýðilegri virð- ingu. Það væri ekki svo slæmt, ef ekki þyrfti að hrista netin til að losa úr þeim síldina. Hin- ,ar örsmáu brenniblöðrur þyrlast þá upp eins og ryk og setjast á hendur og andlit. Þegar bezt lætur valda þær brunasviða og kláða í greipunum og upp eftir handarbakinu. Þegar verst tekst til lenda þær í augunum og þeirri kvöl ætla ég ekki að lýsa. Nauð- synjaverk eins og t. d. það að kveikja sér í sígarettu eða kasta af sér þvagi ættu menn að láta bíða, þegar mikið er af mar- glyttubroddum í loftinu. Marglyttan er raunar ein teg- und af svonefndum hveljum, sem heyra til þeirri dýrafylkingu, er holdýr nefnast. Hún nefnist á latínu Aurelia aurita. Aðrar al- gengar hveljur eru brennihvelj- an (Cyanea) og rótarhveljan, (Rhizoztoma octopus). En í dag- legu tali eru allar þessar hvelj- ur nefndar marglyttur. Frá sjón- 231

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.