Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1957, Qupperneq 40
mörk um Grænland eöa réttar-
stööu íslendinga þar, er það eft-
ir minni skoðun nauösynlegt, að
ísland standi fast á sínum sögu-
legu landsyfirráöum yfir Græn-
landi. Þaö er mögulegt, aö viö
samninga á þeim grundvelli gæti
náöst samkomulag til gagns fyr-
ir bæöi ríkin. En án fyrirvara
um sinn sögulega eignarrétt til
Grænlands má Island ekki byrja
neina samninga viðkomandi
Grænlandi því það myndi vera
hægt aö skoöa slíkt sem sönnun
fyrir því, aö ísland heföi gefiö
Grænland upp og viöurkennt
landsyfirráö Danmerkur yfir
því“. (Hér eftir Grænl. á kross-
götum, bls. 9—10).
Ýmsir aðrir víðkunnir lög-
fræðingar erlendis hafa látið það
hiklaust í Ijós að Grænland hafi
verið nýlenda íslands, svo sem
t. d. dr. jur. Otto Opel prófessor
í þýzkum rétti og sérfræðingur
í germ. réttarsögu í Kiel, Ober-
gerichtsrat dr. jur. H. Freiherr
v. Jaden, próf. Valtýr GuÖmunds-
son, er var ágætlega lærður í
germ. réttarsögu, Joseph Torson,
Thorsten Kalijarvi prófessor og
háskóladeildarstjóri í U.S.A., og
enn fleiri. Skoðanir próf. dr. jur.
Georgs Erlers, forstöðumanns
þjóöaréttarstofnunar háskólans
í Góttingen, geta menn lesið af
formála þeim, sem hann af eigin
hvötum reit fyrir bæklingi mín-
um: Die koloniale Stellung Grön-
lands, Göttingen 1956, svo og af
því, að hann lét nefnda þjóðrétt-
arstofnun gefa þennan bækl-
ing út.
Allir lögfræöingar utan ís-
lands e,ru sammála um þaö, aö
lög fslands eins og þau voru á
hverjum tíma og eins og viö
þekkjum þau af Grágásarhand-
ritunum frá miöri 13. öld haf i öll
aö sjálfsögöu gilt á Grænlandi.
Að mínu áliti færði Vilhjálmur
Finsen fullnægjandi sönnun fyr-
ir þessu (sjá rit mín: Réttar-
stöðu Grænlands, nýlendu Is-
lands, I. bls. 367—382, en eink-
um „Die lcoloniale Stellung Grön-
lands, bls. 29—)3, og „íslending-
ar eiga Grænland, bls. 10—23).
Jafnvel Knud Berlin sá sér ekki
annað fært en að játa þessu. En
eins og þjóöfélagi voru í tíö Grá-
gásar (og Jónsbókar) og öllum
forngermöns/cum þjóöfélögum
var háttaö, er % rauninni meö
þessu sagt og sannað, aö Græn-
land hafi verið undirgefið ís-
lenzku löggjafarvaldi meö þeim
almenna hætti, er gilti milli forn-
germanskrar nýlendu og móöur-
lands hennar, þ. e. veriö nýlenda
íslands.
Þrír ísl. lögfræðingar hér
heima hafa ritað um réttarstöðu
Grænlands og haldiö því fram,
aö Grænland hafi veriö nýlenda
íslands frá fundi þess og námi
og allt til þessa tíma. Þeir eru
Einar Benediktsson, Magnús
Torfason sýslum. og Magnús
Sigurösson bankastjón. Þessir
menn munu að einhverju eða öllu
leyti hafa verið lærðir utanlands,
því allir vissu þeir skil á þeim
fræðigreinum, sem réttarstaða
Grænlands veltur á, en þær eru:
germönsk réttarsaga, almenn
stjórnlagafræði og þjóðaréttur.
Þeir rituðu allir af eigin hvötum
og án endurgjalds.
Skáld og fræðimenn þessarar
þjóðar hafa löngum verið sjálf-
menntaðir menn. Varðandi rétt-
arstöðu Grænlands virðist mér
miklu meira leggjandi upp úr
dómum sh'kra gerhugulla, mennt-
aðra manna, er kynnt hafa sér
með gaumgæfni Islendingasögur
og vor fornu skjöl og fornu lög,
en upp úr dómi manna, sem ekk-
ert hafa kynnt sér þær fræði-
greinar, sem réttarstaða Græn-
lands veltur á, þótt þeir hafi
lagapróf í lögfræðigreinum, sem
ekkert koma réttarstöðu Græn-
lands við. Mesti sægur slíkra
dómbærra manna hafa látið það
hiklaust í ljósi, aö Grænland hafi
frá öndveröu verið og sé enn eign
íslands. Ég nefni hér sem sýnis-
horn aðeins fáein nöfn slíkra
manna: Dr. Rögnvaldur Péturs-
son, dr. Jón Stefánsson, L. L.
Jóhannesson, Helgi Valtýsson,
Baröi þjóöskjalavöröur Guö-
mundsson, Matthas Þóröarson
fv. þjóöminjavöröur, Benedikt
Sveinsson Alþingisforseti, Pétur
Ottesen, séra Sveinbjörn Högna-
son, Björn Sigurbjömsson banka
gjaldkeri, Sigurður Jónsson
kaupmaður, Sveinn Sigurösson
ritstj., Sigurjón Jónsson rithóf.,
Tryggvi Þórhallsson, Jörundur
Brynjólfsson, Ragnar V. Sturlu-
son, Jóhann J. E. Kúld, Erling
Ellingsen, Erlingur Pálsson, Páll
Hallbjö?'nsson kaup?naður, Guö-
mundur Jóhannesson bóndi, Jón-
as Halldórsson forstj., Jón Þor-
láksson forsætisráöherra, Henry
Hálfdanarson, Guömundur GuÖ-
munsson forstjóri, A?~ngr. Fr.
Bjarnason, Nathanael Mosesson,
Jóhann Þ. Jósefsson, Jón Kjart-
ansson fo?;stj., Gísli J. Johnsen
stórkaupmaöur o. fl. o. fl. Sann-
leikurinn er sá, að allur almúgi
þessa lands er mér sammála um,
að íslendingar eigi Grænland, og
að Danir eigi þar alls engan rétt.
Því má og eigi gleyma, að 1931
samþykkti Alþingi einróma, að
„tsland ætti bæöi réttar og hags-
muna aö gæta á Grænlandi“A
Svo bætast nú krónjú?ista?'nir
og danska ríkisstjó?'nin sjálf viö
og lýsa því yfir hátt og heilag-
lega fyrir öllum heimimm, aö
Grænland hafi allt síöan á vík-
ingaöld verið hluti íslenzka þjóð-
félagsins sem nýlenda, dominion
eöa hhiti úr „vá?'um lögum“, eins
og greint hefur veriö frá hér á
undan.
1 f greinargerð fyrir þingsályktun-
artillögu Jóns Þorlákssonar þ. á. —
í framsöguræðunni fórust Jóni Þor-
lákssyni m. a. svo orð: „Nú, þótt það
liggi utan við þetta mál, þá vil ég
aðeins skjóta þvi hér inn í, að ég hef
ávallt hugsað mér, að þegar endanleg
málalolc verða um sambandið milli fs-
lendinga og Da?ia, þegar sambands-
lögin falla úr gildi, þá sé sjálfsagt,
að samningar komi til ?nilli þessara
ríkja um afstöðu hvors fyrir sig til
Grænlands. Eg hef fyrir mitt leyti
ekki ástæðu til að vænta annars, en
að fslendingar geti í þessu efni haft
aðstöðu til þess að halda öllum slnum
rétti“. Framh.
<£------------------------------<$>
Heldur þú alltaf reikning yfir út-
gjöldin? Já, framan af mánuðinum, en
svo tekur kaupmaðurinn við.