Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1962, Qupperneq 11
á hliðina, ætlaði ég að fara niður í káetu mína
og ná í skipsskjölin. Þá var hún hálffull af sjó
og hefur sennilega brotnað kýrauga á henni, því
að þá var enginn sjór í brúnni. Um kl. 21,45 var
Júpiter kominn fast að okkur og ætluðum við þá
að fara í gúmmíbjörgunarbátinn, en þá blést
hann ekki upp nema til hálfs, og var hann okkur
þar með ónýtur. Var þá haft samband við Júpi-
ter og sagt, hvernig væri ástatt hjá okkur. Var
þá skotið línu frá okkur, sem heppnaðist í fyrstu
tilraun og drógum við gúmmíbjörgunarbát yfir
til okkar, og höfðu skipverjar á Júpiter sett línu
í bátinn, sem þeir ætluðu að draga okkur á yfir
til sín. Þegar allir mennirnir voru komnir um
borð í bátinn, gáfum við merki um að þeir mættu
draga okkur yfir,, en þá hafði taugin festst í
skrúfu Elliða, sem kom.af og til upp úr sjónu,m,
og gátum við ekki losað hana og urðum því að
skera hana frá okkur. Var þá klukkan um 22,20,
og 5—10 mín. síðar var skipið sokkið. Kl. 23,00
vorum við 26 skipverjar af Elliða komnir um
borð í Júpiter og segir skipstjórinn, Bjarni Ingi-
marsson mér, að skipið hafi sokkið 22i/a sjóm.
NV frá Öndverðarnesi".
ORSÖK SLYSSINS ÓLJÓS
— Dómforseti og meðdómendur spurðu síðan
skipstjóra um einstök atriði. Ekk kvaðst skip-
stjóri viss um það, hvers vegna sjór hefði kom-
izt í lestar, en sagðist helzt láta sér detta í hug
að rifnað hefði samskeyti við hádekk (skamm-
dekk). Ekki minntist hann þess, að sjór hefði
komið í vélarrúm. Hann tók fram, að gúmmí-
báturinn, sem þeir fóru á yfir um til Júpiters,
hefði reynzt sérstaklega vel og varizt ágjöf af
prýði. Myndu þeir hafa verið um 30—40 mín. á
leiðinni yfir í Júpiter.
AÐEINS TVEIR ATHUGAÐIR AF ÞREMUR
I ljós kom, að aðeins tveir af þremur gúmmí-
björgunarbátum Elliða höfðu verið athugaðir við
áramótaskoðunina, og kvaðst skipstjóri ekki vita,
hvers vegna staðið hefði á því. Fulltrúi Skipa-
skoðunarinnar taldi, að rnikið hefði legið á, til
Krlstján Rögnvaldsson sklpstjóri um
borff í Júpiter, er hann kom til
Reykjavíkur með togaranum.
Kristján Rögnvaldsson (t. h.), skipstjóri á Elliða, kveður Bjarna
Ingimarsson, skipstjóra á Júpiter, og þakkar honum fyrir sig
og sína menn.
VÍKINGUR
51