Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Page 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Page 10
Úr bókinni „Strangest of <dl“ eftir Frank Edwards. MÖrg skip hafa horfið við hafsbrún og örlög þeirra, eða á- hafnar, aldrei verið ráðin. Ein- staka sinnum hafa skip fundist, aðeins til að gera örlög þeirra enn óráðnari . Seglskipið, sem lá í vogi við suðurenda Chile, svaraði ekki kveðjum frá brezka skipinu Johnson. Niður úr möstrum þess löfðu kaðalslitur og það sem eft- ir var af seglunum var grænt af elli. Á Johnson var settur út bát- ur, er þeir nálguðust skipið sást að skipskrokkurinn var allur mosagróinn, þó mátti óglöggt lesa nefnið, „Marlborough, Glas- gow“ á bógnum. Skipið var mjög illa farið, var- færnislega klifruðu þeir um borð aftarlega á skipinu. Þilfarið var allt að grotna í sundur, á stýris- hjólinu hékk beinagrind af manni, klædd fataslitrum, þögult vitni um skyldurækni. Þrjár beinagrindur lágu á þil- fari, manna, sem sýnilega höfðu neytt síðustu krafta til þess að skríða í áttina að lúkarsopinu. Beinagrind skipstjóra og tveggja yfirmanna fundust við uppganginn að lyftingu. Alls fundust 17 beinagrindur um borð í seglskipinu, 'sumar í koj'um sínum, eins og dauðinn hefði vitjað þeirra í svefni. Timbur- farmur skipsins var óhreyfður og fúnaði með skipinu. Frekari athugun fór ekki fram, þar sem ástand skipsins var þannig að hættulegt var að ferðast um það. Skipið Johnson hélt ferð sinni áfram til New Zealands, þar gaf skipstjórinn skýrzlu um atburð- inn. Athuganir sýndu að „Marl- borough" hafði farið frá Little- ton, New Zealand í janúar 1890. Áhöfnin var 23 menn, undir stjórn Hird skipstjóra. Tveim vikum síðan fréttist af henni á Magellan sundi, síðan fréttist ekkert af henni þar til hún fannst, árið 1913, á vognum við Chile. Marlborough hafði þá verið á reki um Kyrrahafið í 23 ár, eitt fyrir hverja sál um borð. .. . Fiskimennirnir á Easton Beach, Rhode. Islands, ruku upp til handa og fóta árið 1950, er utan af hafi kom stórt seglskip, með þöndum seglum, þeir skutu úr byssum, kölluðu og veifuð. Allt kom fyrir ekki, en rétt áður en skipið tók niðri, bar stór flóð- alda skipið yfir rifin og upp í sand. Þarna lá skútan óskemmd og morgunsólin skein á þönd seglin. Fiskimennirnir nálguðust skipið, er bar nafnið „Seabird". Enginn svaraði köllum þeirra svo þeir klifruðu um borð, ekk- ert kvikt fundu þeir um borð ut- an eitt óhrjálegt hundsgrey. Það sauð á katli í eldhúsinu og fersk- ur tóbakseimur var í matsal. Leiðarbókin sýndi að skipið hafði yerið undir stjórn Johns Durham, harðgerðs skipstjóra, sem margir af fiskimönnunum könnuðust við. Leiðarbókin sýndi ennfremur að skipið var á heirn- leið frá Honduras, hlaðið hita- beltisharðvið, fu.ru og kaffi. Einnig sást, að þeir höfðu miðað Branton Reef, sem er í skerja- klasanum utan við Newport, sem var heimahöfn skipsins. Fiski- menn, sem komu að landi síðdeg- is, upplýstu að þeir hefðu siglt framhjá „Seabird“ um morgun- inn, veifað og kveðjunni verið svarað af Durham skipstjóra. Hvers vegna skipið hafði verið yfirgefið, rétt utan við heima- höfn þess, tókst ekki að upplýsa. f margar vikur lá skútan á sand- ströndinni og þrátt fyrir tilraun- 'r tókst ekki að ná henni á flot, en eina óveðrsnótt hvarf hún. Hvað um hana varð veit enginn, kannske áhöfnin hafi sótt hana. Það var suðaustanstrekkingur og úfinn sjór, 28. febrúar 1855, í grárri morgunskímunni sigldi seglskipið „Marathon“ uppi seglskipið „James Chester“, jafnvel úr talsverðri fjarlægð mátti sjá að skipið var vanhirt og virtist stjórnlaust. Engum merkjum var svarað, svo þrátt fyrir úfinn sjó ákvað skipstjór- inn á „Marathon“ að manna bát. Eftir mikinn barning tókst þeim að klöngrast um borð. Allt var í megnustu óreiðu á skipinu, en engin merki manndráps eða bar- daga sáust, né heldur fundust vopn. Allir bátar voru á sínum stað, nóg vatn og vistir, farmur var og óhreyfður, og þrátt fyrir óreiðuna var skipið fyllilega sjó- hæft. Áttaviti fannst ekki og ekki heldur skipsskjölin. Sér- fræðingar töldu ekki útilokað að skútan hefði haft aukaléttbát á þilfari. (Eigandi skipsins taldi það ósennilegt). En jafnvel þó slíkur bátur hefði verið um borð, verður það óráðin gáta, hvaða atburðir hafa fengið harðnaða sjómenn til þess að yfirgefa sjó- hæft skip úti á miðju hafi.... Stór fljótabátur, „Iron Mon- tain“, sigldi frá Vicksburg Missisippi, í Júní 1872, báturinn hefir ekki síðan sézt. Atburður- inn féll í gleymsku, er hið glæsi- lega fljótaskip „Mississippi Quee.n“ hvarf nokkrum mánuð- um síðar. Mississippi Queen, var talið eitt af glæsilegustu fljótaskipum Ameríku, langar biðraðir af far- þegum biðu hvar sem hún lagði að bryggju. Fjölskyldur óku um óravegu, til þess að standa við fljótið og horfa á hina fljótandi höll sigla framhjá, ógleymanlegur atburð- ur. VÍKINGUR 210

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.