Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Qupperneq 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Qupperneq 20
ið? Hvað yrði um jnig? Yrði ég dæmdur fyrir manndráp? Ég leit upp úr þessum þönkum mín- beint framan í mig — og það var eins og ég kæmi upp úr köldum og kolgrænum sjónum, sem umlykti okkur. Ég gelck hægt að hvílu vél- stjórans, dró tjaldið frá og laut yfir hann. Maðurinn lá á bak- inu. Munnurinn var galopinn og augun starandi. Hann er dáinn, hugsaði ég. Ég hef drepið hann. Guð hjálpi mér. Ég svipti tjaldinu alveg frá, þreif í hann — og hann lifnaði. „Er nokkuð að þér?“ hrópaði ég, „ertu ósærður?" „Hvað kom fyrir?“ spurði hann og reis upp. „Ekkert“, sagði ég „það er glás“. Svo þaut ég yfir að hvílu mat- sveinsins og ræsti hann með miklum gauragangi. „Það er kominn morgunn og hádagur, helvítis skítbrasarinn þinn. — Komdu þér upp eins og lifandi manni sæmir“. Skotið hafði farið niður úr þilfarinu um tvo cm aftan við hnakkann á vélstjóranum og kúlan fannst aldrei. /. J. * Á YFIRREIÐ VíSa hefi ég komið, sem velkominn gestur, meff viðlcvæm og dýrmœt fræ. En óskaíSi þó, aS uppskerubrestur, yrSi á hverjum bæ. Hinn alkunni „víkingur" Pétur Hoffmann var, sennilega á árinu 1937 norSur í landi og stundaði fiskkaup. Kristján nokkur Ólafsson, hagyrðing- ur, hafði grun um að Pétur „stund- aði“ fleira en fiskkaupin. Yarð þá til þessi vísa: Þegar stopult þykir sótt, Þyrst í sopann verður. Og hefir opiíf hverja nótt, Hoffmanns-dropa-GerSur. Skipatæknin á nýju þrónnarstigi Aldrei fyrr hefur þróunin í skipasmíði staðið á jafn háu stigi og einmitt nú. Einna gleggst kemur þetta fram í smíði olíuflutningaskipa, sem sí- fellt eru smíðuð stærri og stærri. Fyrir örfáum árum 24000 tonna deadweight olíuflutninga- skip mikið undur og risastórt. Nú er algeng sjón að sjá 60 og 70000 smálesta olíuflutninga- skip í förum um heimshöfin. En það eru ekki einungis olíu- flutningaskipin sem stækka heldur og vöruflutningaskipin, og þá sér í lagi þau skip, er fást við flutning á málmgrýti. Þá tíðkast það meira en nokkru sinni, að skip eru sér- hæfð þ. e. smíðuð fyrir ákveðna flutninga. Þannig eru til sérstök skip, sem flyt.ja fljótandi loft- egundir (eldfimt gas). Flytja skipin þær ýmist undir háum þrýstingi eða kæla þær niður. Minna má á hinn heimsfræga flota íshafsskipa Lauritzens fé- lagsins, og sérstök skip fyrir sykur-, sements-, bíla- og blaða- pappírsflutninga. Með vaxandi sérhæfingu gera skipaeigendur stöðugt meiri kröfur til aukins þraða. Árið 1952 smíðaði Burmaister og Wain fyrstu tvígengisvélina með loftforhlöðum. Með tilkomu þeirrar vélar nýttust möguleik- arnir á því að nota dieselvélina í miklu stærri skip en fram að þeim tíma tíðkaðist. Gufuhverf- illinn var einráður í öllum stærri olíuflutningaskipum, en nú er farið að nota dieselvélina í skip sem eru allt að 80000 tonn að stærð. Dieselvélin verður sí- fellt háþrýstari, en það þýðir að stærð þeirra verður litlum tak- mörkunum sett. Algengur ganghraði nýrra skipa er nú að verða 21 til 24 sjómílur. Jafnframt er unnið að því að fullkomna vélamar við lestun og losun skipa til þess að stytta dvöl þeirra sem mest í höfnum. Það er ekki á höfunum sem tafirnar verða heldur í höfnunum sjálfum. I mörgum löndum er erfitt að fá sjómenn til starfa á skipun- um. í Danmörku t. d. er mikill skortur á stýrimönnum og vél- stjórum. Þessi mannekla veldur því, að rík áherzla er nú lögð á aukna sjálfvirkni og skipu- lagningu um borð í skipunum til þess að reyna að komast af með færri menn. Tvö skip, „Sírius", franskt 51000 tonn, og „Kinkasan Maru“, japanskt 9800 tonn, vekja eftirtekt vegna aukinnar sjálfvirkni. Á „S.íriusi“ er sérstakur hljóðeinangraður klefi, í klefan- um eru öll stjómtæki vélanna og allir mælar,, sem vélstjórinn þarf að fylgjast með. Verður vinnustaður vélstjórans mun geðfelldari með þessu fyrir- komulagi heldur en í venjulegu mótorskipi. í „Kinkasan Maru“ er sama fyrirkomulag, en auk þess er f j arstýrisútbúnaður á stjórn- palli. Skipinu er ætlað að sigla þröngar siglingaleiðir, og er þá talið heppilegra að stjórna vél- unum frá stjórnpalli. Vegna tækjanna hefur þegar tekizt að fækka mönnum á YÍKINGUB 220

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.