Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Síða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1962, Síða 23
FÉLAGSMÁL * Agreiningur út af uppsagnar^ heimild á grundvelli gengis- breytingagreinar í samningi. Málsatvikum var skotið til úrskurðar Félagsdóms. Úrskurð- ur dómsins er mjög merkilegur og reyndar alvarleg ábending til ríkisstjórnar í lýðfrjálsu landi um að fara varlega í setn- ingu bráðabirgðalaga og hafa meira samstarf við launþega- samtökin en gert var þegar gerðardómslögin í síldveiðideil- unni voru sett. Málsatvik: 14. febr. 1961 gerðu Lands- samband .íslenzkra útgerðar- manna og Farmanna- og fiski- mannasamband íslands með sér- samning um síldveiðikjör yfir- manna á bátaflotanum. Samn- ingurinn átti að gilda til 31. des. 1961. Yrði honum eigi sagt upp fyrir þann tíma, framlengd- ist hann um eitt ár í senn. Upp- sagnarfrestur var tveir mánuð- ir, eða 1. nóv. ár hvert. í samningnum var eftirfar- andi grein: „VerSi breyting á lögskráðu gengi íslenzku krónunnar, er samningur þessi uppsegjanlegur rneð eins mánaZar uppsagnar- fresti“. Hinn 4. ágúst 1961 var gengi íslenzku krónunnar lækkað um 11,6%. Hvorki Farmannasam- bandið né útgerðarmannasam- tökin notuðu sér þá uppsagnar- heimildina. í aprílmánuði s. 1. var einn fundur haldinn með fulltrúum ofangreindra sambanda. Óskuðu útgerðarmenn eftir því að gera þær breytingar á samningnum, YÍKINGUR að skipstjórar hlytu tvo háseta- hluti 1 stað ákvæðisins 8% af brúttó-afla. Farmannasamband- ið leiddi hjá sér tilmælin. Útgerðarmenn sögðu þá, 10. maí, upp samningnum og skyldi hann úr gildi fallinn 10. júní s. 1. eða eftir mánuð. Byggðu útgerðarmenn réttmæti upp- sagnarinnar á fyrrgreindri gengisbreytingagrein. Farmannasambandið vildi ekki viðurkenna gildi samnings- uppsagnarinnar. Taldi Far- mannasambandið í fyrsta lagi það útgerðannönnum í hag, að gengið var lækkað. Og þar sem hagur þeirra batnaði réttlætti það engan veginn samningsupp- sögn af þeirra hálfu á miðju samningstímabili. 1 öðru lagi taldi Farmanna- samb. svo langt um liðið, frá því að gengisbreytingin var gerð, að fyrirvarinn um mánað- ar uppsagnarfrest á grundvelli gengisbreytingargreinarinnar væri úr gildi fallinn, enda hefðu útgerðannenn alls ekki haft hug á að segja samningnum upp, þar sem þeir sögðu ekki upp miðað vð síðustu áramót. — Út- gerðarmenn héldu því hinsvegar fram, að gengisbreytingagrein- in væri gagnkvæm og væri þeim heimilt samkv. henni að segja samningum upp, hvort sem gengið hækkaði eða lækkaði. Þá töldu útgerðarmenn upp- sögnina réttmæta, þótt langt væri liðið frá gengisbreyting- unni, enda gæti liðið langur tími þar til áhrif gengisbreyt- ingar kæmi ,í ljós. Félagsdómur felldi þann úr- skurð, að gengisbreytingagrein- in væri gagnkvæm, þannig að ef um gengisbreytingu væri að ræða, mætti hvor aðilinn um sig segja upp samningnum. Hins vegar féllst Félagsdóm- ur á seinni forsendu farmanna- sambandsins, að réttur til upp- sagnar á grundvelli gengisbreyt- ingargreinarinnar hefði fallið úr gildi um síðustu áramót, þar eð engin gengisbreyting hefði átt sér stað síðan er réttlætti samningsuppsögn á þeim grund- velli. Úrskurðaði því Félagsdómur samninginn enn í gildi og dæmdi útgerðarmenn til að greiða kr. 3000.00 í málskostn- að. Örn Steinsson. Annar Félagsdómur. Hinn 14. sept sl. kvað Félags- dómur upp annan úrskurð. Forsendur þess máls voru í stuttu máli þær, að Útvegsm.fél. ísfirðinga sagði upp gildandi samningum við Skipstjóra- og stýrimannafélagið Bylgjuna á ísafirði miðað við þá grein samninganna, sem tóku til síld- veiða. Bylgjan taldi að samningun- um hefði ekki verið sagt rétt upp og F.F.S.Í. skaut þessum á- greiningi til Félagsdóms. Dómsorð Félagsdóms voru svohljóðandi: Framangreind uppsögn stefnda, Útvegsmannafélags Is- firðinga dags. 31. okt. 1961 á kjarasamningi frá 1. jan. 1959 við Skipstjóra- og stýrimanna- félagið Bylgjuna, er ógild. Málskostnaður fellur niður. Svo mörg voru þau orð, og hefur hér með verið kveðinn upp í eitt skipti fyrir öll úr- skurður um það, að ekki sé stætt á því að hluta heildarsamninga í sundur, eða segja upp einu at- riði samninga þeirra, þar sem óhjákvæmilega hljóta margar greinar slíkra samninga að binda hverja aðra sérstaklega varðandi ýms hlunnindi. * Orð þín standa óðs í smíð engum grand má vinna örin standa tftir níð í ættum landa þinna. 221

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.