Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Qupperneq 12
John C. Edgar:
KEÐJU I kassinn
Arngrímur Guðjónsson þýddi.
Lífið er oft undarlegt, en þó
sjaldan eins og því er lýst í sögu-
bókum. Ef svo væri, hefðu Ran-
some og Le Brusse, þessi tvö
leiðinlegu ruddamenni, drepið
hvorn annan — eða kannski mig.
En það var einmitt það, sem ekki
gerðist. Þessvegna finnst mér
eins og saga þessi sé sannari og
rökréttari en ella hefði verið.
Ég var háseti á gufuskipinu
ROUMELIAN, og í júní árið
1921 fermdum við í Patras,
Smyrna og öðrum grískum höfn-
um þurrkaða ávaxti, sem fara
áttu til Liverpool. Þegar við nálg-
uðumst höfnina í Smyrna, þar
sem leggja varð skut að bryggju,
var bakborðsvaktin á hvalbakn-
um, og háseti nokkur, Ransome
að nafni, hóf að segja okkur frá
því, þegar hann kom þangað síð-
ast.
Á þeim árum voru laumufar-
þegar nokkuð algengir í grískum
höfnum. Komu þeir um borð í
skipin skömmu áður en þau sigldu
og hurfu í hóp verkamannanna.
Síðan laumuðu þeir sér undir
hvalbakinn, venjulega óséðir. En
oft komu þeir um borð með vín-
flöskur og réttu að' hásetum og
kyndurum. Ekki svo að skilja, að
þeir væru velkomnir, en menn
sáu í gegnum fingur sér við þá,
þar sem þeir voru sjaldan lengur
um borð en tvo sólarhringa. Flest-
ir þessara manna töluðu ensku,
og höfðu undantekningarlaust á-
takanlega sögu að segja. Annað-
hvort voru þeir á leið til aldraðra
foreldra sinna eða heittelskandi
eiginkvenna. Sennilegra er þó, að
oftast hafi þeir verið að forða
sér undan lögreglunni. En hver
getur um það dæmt? Venjulega
sagði þeim einhver, að ef þeir
sæju yfirmann nálgast hvalbak-
inn, yrðu þeir að lyfta hleranum
af keðjukassanum, sem var undir
hvalbaknum, skríða þar niður og
láta hlerann í á eftir sér, og vera
þar, þangað til þeim yrði gefið
merki um, að þeir mættu koma
upp aftur.
Ransome var að segja okkur
frá einum slíkum laumufarþega
með sinni hrjúfu rödd. Þannig
stóð á, að timburmaðurinn hafði
á leið sinni fram á hvalbakinn
komið við hjá þriðja vélstjóra,
því loki á gufuröri þar þurfti at-
hugunar við, áður en akkerið
yrði látið falla. Þetta tók hann
nokkurn tíma, en þegar hann kom
aftur, gekk hann ákveðnum skref-
um í átt að stjórnborðsstiganum,
en þurfti á leið sinni þangað að
fara framhjá hvalbakshurðinni.
Laumufarþeginn, sem hélt að
hann ætlaði inn í sjálfan hval-
bakinn, brá skjótt við, lyfti hler-
anum af keðjukassanum og stökk
niður á keðjuna .Innan fimm
mínútna var gefin skipun um að
láta stjórnborðsakkerið falla.
Þó orðaforði Ransomes væri
takmarkaður og kryddaður ó-
hefluðum blótsyrðum, missti saga
hans ekkert af hryllingi sínum af
þeim sökum. Ekki hafði heyrst
neitt í Grikkjanum, en stýrimað-
urinn, sem hallaði sér að borð-
stokknum, hafði fyrstur orðið var
við það, sem var að ske, þegar
hlutar úr mannslíkama komu
framan í hann. Og í þann mund,
að augað úr fórnarlambinu hrökk
í Ransome sjálfan, hafði stýri-
maðurinn þrifið sjóslönguna af
honum og bunað yfir höfuð sitt,
misst húfuna í sjóinn, og slagað
því næst eins og drukkinn maður
niður af hvalbaknum.
„Og urðu þetta endalok Grikkja-
fjandans,“ lauk Ransome frá-
sögn sinni.
Á bakborðsvaktinni voru auk
Ransomes franskur Kanadamað-
ur, sem hét Le Brusse, maður frá
Welsh að nafni Owens, og svo ég.
Ekki verður sagt, að við létum
okkur allt fyrir brjósti brenna,
enda séð ýmsa hluti hroðalega í
stríðinu. En ruddalegur frásagn-
armáti Ransomes var þó slíkur,
að okkur Owens stóð ekki á sama.
En Le Brusse hló bara og sagði:
„Svo herra stýrimaðurinn gat
ekki þolað þetta, huh? Einu sinni,
þegar ég var í skógarhögginu,
féll sextíu feta hátt tré í öfuga
átt — þau gera það stundum —
og áður en mannskapurinn gat
forðað sér hafði það kramið þrjá
þeirra í sundur eins og flugur.
Þú hefðir átt að sjá blóðbaðið
það.“
Til allrar hamingju var hróp-
að: „Látið fara bæði akkeri,“ svo
endalok sögunnar drukknaði í
hávaðanum.
Eftir þetta urðu þeir Ransome
og Le Brusse hinir mestu mátar,
og létum við hinir þá alveg af-
skiptalausa. Ransome var gríðar-
VÍKINGUR
230