Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Qupperneq 13
Dollan rann úr hendinni og datt niöur sem blýlóS.
stór spjátrungur frá Liverpool,
sex fet og tveir þumlungar á hæð,
og hafði unun af því að nota
hnefana á sér minni menn. Aft-
ur á móti hafði Le Brusse glæsi-
lega vöðva, sem stutt gátu þá full-
yrðingu hans, að hann hefði ver-
ið skógarhöggsmaður. Skrokkur-
inn var vel byggður og útlimirn-
ir eins og þeir trjábolir, sem hann
gortaði af að hafa fellt. Hann var
um það bil fimm fet og tíu þuml-
ungar á hæð og var jötunsterkur.
Samt var hausinn á honum alltof
lítill samanborið við bolinn, og
eyðilagði það gjörsamlega sam-
ræmi vaxtarlagsins. Báðir voru
þeir nautslegir, en eins og margir
sem þannig eru gerðir, voru þeir
í hjarta sínu hinar mestu rag-
geitur. Og vinir voru þeir ein-
ungis vegna þess, að þeir hrædd-
ust hvor annan.
Að lokum kom ROUMELIAN
til Liverpool og við vorum af-
skráðir.
Það var nokkuð löngu seinna,
ég var búinn að vera á tveim öðr-
um skipum í millitíðinni, að ég
dag nokkurn kom á skrifstofu út-
gerðarinnar og hafði næstum
rekist á mann, sem gekk öfugur
út úr dyrunum og fullvissaði ein-
hvern fyrir innan, „að hann
mundi ná í einn eftir andartak.“
Þegar hann snéri sér við, þekkti
ég hann. „Halló,“ sagði hann, „þú
ert einmitt svarið við því, sem ég
var að óska mér.“ Ég hafði áður
siglt með honum á nokkrum skip-
um, þá öðrum stýrimanni, en nú
sagði hann mér, að hann væri
orðinn fyrsti stýrimaður á gufu-
skipinu AUSTRALIAN og vant-
aði háseta. Ef ég kærði mig um,
þá væri plássið mitt. Ég lét ráðn-
ingarstjórann skrá mig, og þeg-
ar hann hafði lokið því, sagði
hann stuttur í spuna: „Skipið
liggur í Langtondokkunum og þú
átt að mæta til skips klukkan átta
í fyrramálið." Síðan flýtti hann
sér burtu. Til allrar óhamingju
var áhöfnin farin af skrifstof-
unni, þegar ég kom þangað, svo
ég sá ekki hina væntanlegu skips-
félaga mína.
Klukkan hálfátta morguninn
VÍKINGUR
eftir kom ég um borð. Skipið var
nokkuð við aldur, hafði verið eitt
af fyrstu skipum Papayanni lín-
unnar, og hvalbakurinn lítill.
Lúkarinn var rétt nógu stór til
að rúma átta kojur og eitt borð
og var mannlaus, þegar ég kom.
Ég valdi mér efri koju nálægt
einu kýrauganna, henti úr henni
„asnamatnum,“ sem útgerðin
hafði látið í té, og lét í hans stað
uppblásna gúmmídýnu, fór í
vinnuföt og var tilbúinn til vinnu
þegar hún hæfist klukkan átta.
Þá heyrði ég fótatak, sem gaf
til kynna að skipshöfnin væri að
koma, og meðal óljósra raddanna
þekkti ég tvær, sem ég hefði ekki
óskað eftir að heyra — raddir Le
Brusse og Ransome.
Ég heilsaði þeim ekki, en Le
Brusse, háværari en nokkru sinni
fyrr, grenjaði: „Ranny, sjáðu
hver er hérna. Shorty frá ROU-
MELIAN.“
Ég var aðeins fimm fet og
tveir á hæð, svo nafngiftin var
hvorki illa til fundin né ný. Þó
hafði hann aldrei, allan tímann,
sem við sigldum saman á ROU-
MELIAN, notað þetta uppnefni.
Ég sá þó brátt, hversvegna hann
leyfði sér þetta nú, því hann fór
inn í herbergi bátsmannsins.
Á meðan þessu fór fram gekk
Ransome inn í lúkarinn, athug-
231