Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Side 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Side 16
Risastórt „fiskabúf tiL sítdarrannsókna í FjeldspoLLen v/ð Bergen Ég heyrði ógreinileg köll uppi yfir mér, og án allrar viðvörunar byrjaði keðjan að renna út aftur og jók hraðann með hverju augnabliki sem leið. öll atriði hinnar hræðilegu sögu Ransomes flugu í gegnum hug minn, og ég dó þúsund sinn- um á örfáum andartökum. Mér fannst líkaminn tætast í sundur og ég mundi jafnvel það, þegar augað flaug í hann. Einhvernveginn hefur heili minn haldið áfram að starfa. Ég hafði þó engin tök á því að ná til stigans, svo að í hvert skipti og bugt dróst upp í rörið, stökk ég upp, þegar hún kipptist undan fótum mínum. Kassinn fylltist af ryði og ryki og hávaðinn tók á taugarnar. Aftur og aftur stökk ég undan keðjunni, og hefur eng- inn maður þurfti að „sippa“ af jafn mikilli örvæntingu og ég gerði þarna. En þá hlýtur einn hlekkurinn að hafa þrifið krókinn úr hendi minni, því hann hentist upp í rörið og kengbognaði. Tveir eða þrír hlekkir flæktust í rörinu og eitt andartak stöðvaðist æðis- gengin rás keðjunnar. Frávita hentist ég til stigans og dróst upp á kassabrúnina. Ég skalf eins og hrísla og seldi upp. Þann- ig brást líkaminn við þeim ótta, sem greip mig, er ég hafði staðið andspænis óvæntum og ógurleg- um dauðdaga. 1 undirmeðvitund- inni varð ég var við, að einhver skreiddist inn í hvalbakinn og ég heyrði hása og óttaslegna rödd segja: „Shorty, í guðsbænum, ertu ó- meiddur?“ Ég leit upp og sá öskugrátt andlit bátsmannsins. Ég gat engu orði stunið upp, svo ég kinkaði kolli. Þá hneig báts- maðurinn meðvitundarlaus niður, og hefi ég aldrei séð neinn jafn steindauðan í því ásigkomulagi. (Úr Seaman and the Sea. Þýð. Arngr. Guðjónsson). Álrvörðun um þetta verður væntanlega tekin á alþjóð- legri ráðstefnu í Kaupmanna- höfn I október í haust. Nefnd Sérfræðinga, tilnefnd af alþjóða hafrannsóknarráðinu ICES (International Council for the Exploration of the Sea), hef- ir nú um f j ögurra ára skeið fram- kvæmt rannsóknir á smáf jörðum, sem til greina gætu komið sem heppilegt „fiskabúr“ frá náttúr- unnar hendi. Áhugi nefndarinnar beinist að Fjeldspollen, vegna hinna góðu skilyrða, sem þar eru, en í þess- um smáfirði heldur sig staðbund- inn síldarstofn, sem gefur tæki- færi til rannsókna árið um kring, við mismunandi aðstæður og auð- velt verður að loka honum tii ýtarlegra rannsókna. Hinn þekkti norski haffræðing- ur Finn Devold hefir nýlega skýrt norskum blöðum svo frá, að fram- kvæmdir við þetta risafiskasafn muni væntanlega hefjast í náinni framtíð. Ein veigamikil ástæða fyrir því, að Fjelspollen er mjög nær- tækur til rannsóknanna er, að hann liggur svo nálægt Hafrann- sóknarstofnuninni í Bergen, en þar hafa síldarrannsóknir verið framkvæmdar í búrum um langt skeið. Ef Fjeldspollen verður valinn sem rannsóknarstöð, eins og sér- fræðinganefndin leggur áherzlu á, mun verða leitað fjárhagslegs stuðnings úr rannsóknarsjóðum hmna ýmsu fiskveiðiþjóða, sem aðilar eru að ICES. Devold telur nauðsynlegt í hin- um væntanlegu áætlunum, að reisa sérstaka tilraunastöð við Fjeldspollen, þar sem vísinda- menn frá ýmsum löndum geta fengið aðstöðu til að framkvæma sjálfstæðar athuganir. Þá geti í framtíðinni risið upp alþjóða rannsóknarmiðstöð í ná- grenni hinnar þekktu rannsókn- arstöðvar í Bergen og mundu þá skapast möguleikar til sam- ræmdra rannsókna. Frumkostnaður við slíka stofn- un mundi verða um 3 millj. ísl. króna. Raiinsóknarslnrfið verónr anðveldnra. Aðaltilgangurinn með þessu al- þjóðlega samstarfi um síldar- rannsóknir, verður að auðvelda hnitmiðaða starfshætti, sem eng- in tök eru á að beita á hafi úti. í slíkri innfjarðar fiskistöð, sem hér um ræðir með staðbund- inn síldarstofn, munu þeir, er við síldarrannsóknir fást, fá einstakt tækifæri til að afla sér sérstakra upplýsinga um síldarmagn, og komast að niðurstöðu um hvað liggur til grundvallar fyrir miklu magni og viðkomu nýrra árganga og hið gagnstæða. Fiskifræðingar vita nú þegar allmikið um ferðir síldarinnar og ýmis fyrirbrigði þar að lútandi, en nærtækar athuganir á lífshátt- um síldarinnar hafa hingað til byggst á nokkrum síldum í fáein- um fermetra fiskabúrum hjá nokkrum fiskiveiðiþjóðum. Mörjí rnnnsóknnrverketni. Með þeim skilyrðum sem Fjeldspollen hefir uppá að bjóða, veitast vísindamönnum áður ó- þekkt tækifæri til að auka þekk- VÍKINGUR 234

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.