Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1966, Blaðsíða 30
1. KAFLI. ITVER ER HIRAM IIOLLIDAY? Hafskipið Britannique klauf öldur Atlantshafsins á leið sinni frá New York til Evrópu. Á þriðja degi ferðarinnar lá sú spurning á margra vörum: „Hver er þessi Hiram Holliday?" Eða: „Hefir nokkur orðið var við þenn- an monsieur Holliday?“ Eins og gefur að skilja, var heimspólitíkin aðalumræðuefnið um borð í þessu stóra hafskipi, en þrátt fyrir stærð skipsins og fjölda farþeganna, fer aldrei hjá því, að áhugi vakni meðal farþeg- anna innbyrðis fyrir ferðafélög- unum. Sérstaklega ef einhver þeirra vekur sérstaka athygli. Þó skyldi enginn halda, að Hiram Holliday vekti neina sérstaka at- hygli. Hann var mjög blátt á- fram í framkomu, og eiginlega vakti hann enga athygli við fyrstu sýn. Hann féll í fjöldann, eins og svo algengt er, án þess að hann vekti neina sérstakaathygli, hvort sem hann fór einn saman, eða í hópi fólks, virtist hann ekki þess virði að litið væri á hann, —< þar til menn kynntust honum persónulega. Þá fyrst var mönn- um það sérstakt undrunarefni, að þeir skyldu ekki hafa tekið eftir honum fyrr. Á farþegalistanum var hann aðeins skráður Hr. Holliday. Hann neytti máltíðanna við borð þriðja vélstjóra ásamt fimm öðrum farþegum, blátt áfram og leiðinlegum, og hann talaði fátt. Þriðji vélstjóri, sem var eldri maður og glöggur mannþekkjari, tók fljótt eftir því að augu Holli- day voru kvik og lifandi á bak við stálspangargleraugun, og að maðurinn hefði mikinn áhuga fyrir öllu því, sem fram fór í kringum hann. Á hafskipum, eins og Britanni- que, sem lýkur ferð sinni á fjór- um og hálfum sólarhring, eru farþegar mjög forvitnir hvor um annars hag. Hinsvegar er sjald- gæft að stofnað sé til náins kunn- 248 ingsskapar meðal farþega á svona stuttu ferðalagi. Sérstaklega veldur var miklu að um borð eru ávallt fjöldi heims- þekktra manna, sem fjöldinn snýst í kringum og þá hverfa aðrir í skugga þeirra. Og því skyldu menn þá hafa áhuga fyrir lítilsigldum farþegum? Um borð í „Britannique" var meðal farþeganna þekktur lukku- viddari, ævintýramaður, land- könnuður og rithöfundur. Menn töldu ákveðið að hann mundi bera sigur úr býtum í keppni í skot- fimi með skammbyssu, sem hald- in var meðal farþeganna í hverri ferð. Landkönnuðurinn var nær tveir metrar á hæð, hvasseygur og kempulegur og átti hann miklu kvenhylli að fagna. Þegar hann kom til keppni á skotbrautinni var fyrir þröng af fólki, og var meirihlutinn ungar stúlkur. Engin tók eftir gildvöxn- um manni, sem sýndist lítill vexti samanborið við landkönnuðinn, enda þótt hann væri í rauninni rúmlega meðalmaður að hæð. — Hann hafði blá, vökul augu og gulleitt úfið hár. Hann stóð til hliðar við risann og skaut í mark með 6 mm. skammbyssu. Landkönnuðurinn skaut með handsveiflu og tilburðum hins æfða skotmanns. Meðan hann naut aðdáunar áhorfenda, lauk „litli“ maðurinn skotum sínum, náði í skotskífuna, skoðaði hana, hummaði við, krafsaði nafn sitt undir og fékk gæzlumanninum skífuna í hendur. Gæzlumaðurinn varð undrandi á svipinn og nældi hana með teiknistífni á töfluna. Nú hafði landkönnuðurinn einnig lokið við að skjóta. Skotskífa hans var þétt gegnum skotin, glæsi- lega skotið, með tilliti til hreyf- inga skipsins og fólk horfði á hana með aðdáun. Allar kúlurnar sátu í svarta hringnum og tvær í miðpunktinum, sem gaf 56 stig af 60 mögulegum. Gæzlumaðurinn tók til máls: „Það er skemmtileg tilviljun, að hér eru staddar tvær afbragðs skyttur. Þér, herra minn, hafið hlotið önnur verðlaun.“ Hann kinkaði kolli í áttina til skotskífu litla feitlagna manns- ins, þar sem hún hékk á töflunni. Svarti miðdepillinn var gegnum skotinn og hafði hann fengið 59 stig. Undir stóð skrifað: Holliday. „Hver fj.. . er svo þessi Hiram Holliday,“ spurði landkönnuður- inn hlæjandi, án ólundar, og kenndi aðdáunar í röddinni, því hann var ótvírætt meistari í skot- fimi. Áhorfendur ræddu ákaft um þennan atburð, því enginn þeirra hafði eiginlega tekið eftir þvi, hvernig Hiram Holliday leit út. VÍKINGUR Paul Gallico: 9 nátígi HiÍ 4aalam llér hrint npennundi iramhnldsttutja, ttent konta tnun t ntetttu hettnin Vikintjttintt. Stttjtin tjerittí tt árinu I tt.'llt. Ileiinttttijórn- málin eru tí inótuin óhcilla nornakatla. Var er kynnt undir at ötyaöiluni. Ótti oy óvitnta ríður húttuin. Evrópa er undir- löyif af jteiin óheillaöflunt, ttem nazittntinn hefir vakitf, oy híftur jieirrar tttnndar, er hiif óhjákvannileya hlýtur aó ske: Strítf í Evrópu. G. 'Jcnnnon. &-----------------------------------------------------------------------»

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.