Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Qupperneq 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Qupperneq 9
Úrskurður kjaradóms Ár 1979, þriðjudaginn 31. júlí kvað kjaradómur skv. lögum nr. 70, 19. júní upp úrskurð um kaup, kjör og launakerfi áhafna á ís- lenskum farskipum. Dómendur voru skipaðir af Hæstarétti íslands hinn 22. júní 1979, þeir Dr. Guðmundur Magnússon, prófessor, formaður, Hrólfur Ásvaldsson, viðskipta- fræðingur og Jóhannes L.L. Helgason, hæstaréttarlögmaður. Dómurinn tók strax til starfa. Hann hefur hagað störfum sínum þannig, að fyrst var leitað upplýs- inga um hvaða atriði náðst hefði samkomulag á sáttastigi málsins. Jafnframt var aðilum gefinn kost- ur á að leggja fram þau gögn, sem þeir teldu máli skipta við úrlausn málsins. Þá aflaði dómurinn sér upplýsinga um breytingar þær, sem orðið hafa á launakjörum ýmissa stétta frá því samningar deiluaðila hvers um sig voru síðast gerðir, svo og um ýmiss atriði önnur, sem málið varða. Aðilar deilunnar lögðu fram mikinn fjölda gagna, sérstaklega um þau atriði, sem dóminum er einkum ætlað að hafa til hliðsjón- ar, sbr. a-c lið 2. gr. 1 nr. 70, 19. júní 1979. Fulltrúar deiluaðila hafa komið á fjölmarga fundi dómsins og gefið þar skýringar á ýmsum atriðum. Þá fór fram munnlegur málflutningur hinn 20. júlí 1979. Var málið tekið til úrskurðar að honum loknum. Upplýst var, að á sáttastigi hafði náðst samkomulag milli deiluað- ila um breytt launakerfi yfir- manna á farskipum og um ýmiss atriði önnur, er varða kaup þeirra og kjör. Er niðurstaða dómsins VÍKINGUR reist á þessu samkomulagi svo langt sem það nær. Einnig er höfð hliðsjón af því á hvaða stigi sátta- umleitanir voru, þegar viðræðum var hætt. Sambærilegt samkomulag og hjá yfirmönnum hafði hins vegar ekki náðst milli undirmanna og viðsemjenda þeirra og var því lýst yfir af fulltrúum Sjómannafélags Reykjavíkur, að þeir væru að svo stöddu ekki reiðubúnir til að fall- ast á gagngerar kerfisbreytingar á launum. Kröfur málsaðila fyrir dómin- um voru mjög margvíslegar og þykja því ekki efni til að rekja þær í einstökum atriðum. í aðalatrið- um héldu málsaðilar fast við þær kröfur sínar, sem þeir settu fram á sáttastigi málsins og ekki náðist samkomulag um. Rétt er þó að geta þess sérstaklega að af hálfu vinnuveitenda kom fram undir rekstri málsins að þeir væru reiðubúnir til að fallast á 3% launahækkun til handa öllum farmönnum. Undir rekstri málsins kom fram af hálfu málsaðila, að hin svo- nefndu ferjuskip, þ.e. Akraborg og Herjólfur, eru rekin með öðr- um hætti en farskip almennt og því er þörf sérákvæða er varða vinnutilhögun og fleira á þeim skipum. Málsaðilar eru hins vegar sammála um, að eðlilegt sé að þeir semji um þetta sérstaklega og hafa lýst sig reiðubúna til þess. Hefur dómurinn því ekki tekið afstöðu til þessara sératriða ferjuskip- anna. Af hálfu Farmanna- og fiski- mannasambands íslands var gerð krafa um það, að dómurinn fjall- aði sérstaklega um kjör starfs- manna Landhelgisgæslunnar. Lutu þær kröfur annars vegar að því, að starfsmenn Landhelgis- gæslunnar fengju sérstakt 10% álag á laun og hins vegar, að tekin væru upp sérstök ákvæði um vinnutilhögun og öryggismál þeirra starfsmanna hennar, sem starfa í landi og á flugvílum. Af hálfu Sjómannafélags Reykjavík- ur var einnig sett fram krafa um 10% álag fyrir starfsmenn Land- helgisgæslunnar. Af hálfu skiparekstrar ríkisins og dómsmálaráðuneytisins var því hins vegar mótmælt, að dómurinn kvæði á um sérstök kjör starfs- manna gæslunnar, heldur bæri að semja um þau sérstaklega milli stjórnar Landhelgisgæslunnar og viðkomandi stéttarfélaga. Dómurinn telur, að skýra verði 10. gr. laga nr. 25, 22. apríl 1967 um Landhelgisgæslu íslands svo, að gerðir skuli sérstakir samningar milli viðkomandi stéttarfélaga og stjórnar Landhelgisgæslunnar um þau atriði, sem ekki er kveðið sér- staklega á um í almennum kjara- samningum viðkomandi félaga og telur sig því ekki bæran til að kveða á um þessi atriði. Hins veg- ar er ljóst, að verulegur fjöldi starfsmanna Landhelgisgæslunn- ar vinnur störf, sem engin ákvæði eru um hvorki í almennum kjara- samningum né annars staðar og á það einkum við um þá starfs- menn, sem starfa á flugvélum Landhelgisgæslunnar. Er mjög brýnt, að úr þessu verði bætt hið allra fyrsta. Samkvæmt c-lið 2. gr. 1. nr. 70, 19. júní 1979, er dóminum ætlað 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.