Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Blaðsíða 17
Firmaet P. Bergsson Olafsfjord. Indehaveren af ovennævnte Firma Páll Bergsson er fadt 1871 i Eyjafjord Syssel. Som ung Mand gik han Realskolen paa Modrevillier. I 1897 startede Hr. Bergsson sin nuværende Forretning, der omfatter alleslags inden- og udenlandske Kjobmandsvarer. Hr. P. Bergsson har med megen Dygtighed deltaget i Fiskeribedriften Han har saaledes nu 4 storre Motor- baade, som driver Torsk- og Sildefiske. I Olafsfjord, som ligger ualmindelig centralt til for denne Bedrift har Hr. Bergsson ladet opfore et tidsmæssigt Forretnings- lokale, Vaaningshus og flere storre og mindre Sjo- pakhuse. Hr. Bergsson som nyder stor Anseelse paa sit Hjemsted og ellers i Distriktet, ansees for at være en solid og i alle Dele reel Forretningsmand. Kynning á fyrirtæki Páls Bergssonar í Ólafsfirði, er birtist í bókinni „Frá íslands nærings liv útg. í Kristaníu árið 1914. og sex jarðir eru byggðar og tví- býlt er á fjórum þeirra. Árið 1880 eru íbúarnir orðnir 279 talsins en á næsta áratug fækkar þeim talsvert. Ugglaust hefur harðindakaflinn sem gekk yfir landið á þessum tíma átt sinn þátt í þessari fólksfækkun í Ólafs- firði. Þá stórfækkaði öllum bú- peningi svo mikið að hreppurinn varð að fá sýslulán. Nær allar jarðir í Ólafsfirði komust þá í eigu utansveitarmanna á ný, sökum fátæktar, og langur tími leið uns sveitin fór að rétta við efnalega aftur. Annars hafa sagnaritarar látið sig litlu varða þessar afskekktu byggðir. Það er helst ef þær verða vettvangur einhverra þeirra at- burða sem í frásögur þykja fær- andi. Þannig var það árið 1423 er enskir víkingar herjuðu víða Norðanlands. Þá telur Espólín að þeir hafi eytt byggðinni í Ólafs- firði og hertekið margt fólk þar. Þá varð Ólafsfjarðarvatn all- frægt af lýsingu Eggerts og Bjarna, eftir að ferðabók þeirra kom út í Danmörku árið 1772. Telja þeir félagar þetta vatn eitt hið sér- stæðasta sinnar tegundar í öllu Danaveldi, vegna óvenjumikils og bragðgóðra sjávarfiska, sem þar geti lifað í ósöltu vatni. Ólavíus tekur í sama streng nokkrum ár- um síðar og víst er að við jarðar- matið 1712 telja þær jarðir sem land eiga að vatninu hlunnindi þar af veiði silungs, kola, maur- ungs eða ufsa. í sóknarlýsingu Kvíabekkjarprestakalls 1839, er vatnið enn talið fiskisælt. All mikil hlunnindi af veiði sjávarfiska virðist því hafa verið í Ólafsfjarð- arvatni langt fram á nítjándu öld, því að skömmu fyrir síðustu alda- mót veiddist svo mikil síld í vatn- inu að menn sóttu hana í lestar- ferðum úr nágrannabyggðunum, t.d. úr Fljótum. Franska stjórnin sendi sérstakt herskip til Ólafs- fjarðar sumarið 1891 í rannsókn- arskyni. Þar sem Ólafsfjarðarkaupstað- ur stendur nú, voru áður lönd jarðanna Brimness og Horn- brekku, áður nefnd Ólafsfjarðar- horn. Þarna stóðu fyrrum sjóbúðir og bátar vermanna úr sveitinni. Annar útróðrarstaður var á Kleif- um, handan fjarðarins, í landi jarðanna, Ytri- og Syðri-Gunn- ólfsár, og er svo enn. Nættækustu eldri heimildir um bátaeign Ólafsfirðinga eru frá 1712. Það ár er haldið út þaðan fjórum róðrarbátum, þrem er haldið út frá Brimnesi og einum frá Ytri-Gunnólfsá. Aðeins þrjár verbúðir eru þá uppistandandi og allar í Brimneslandi. Svo virðist sem einhver hnignun sé þarna í útgerðinni, ef marka má jarðabók þeirra Árna Magnússonar og Páls Vídalín. Áður telja þeir, að allt að ellefu bátar eða inntökuskip hafi róið úr Ólafsfjarðarhorni. Á átjándu öld er Ólafsfjörður orðinn ein feng- sælasta veiðistöð við Eyjafjörð og Akureyrarverslun lætur árið 1727 flytja á sinn kostnað allan fisk og lýsi frá staðnum. Um 1780 sendir verslunin svo kunnáttumann í saltfiskverkun til Ólafsfjarðar og lætur jafnframt reisa þar fiskverkunarhús, allstóra timburbyggingu. Mun fiskverk- unarstöð þessi hafa verið rekin í nokkur ár, jafnvel eitthvað fram á nítjándu öld. Laust eftir 1850 aukast mjög hákarlaveiðar Norðanlands, olli því aukinn skipakostur, gott ár- ferði og hátt lýsisverð erlendis á þessum tíma. Fengsælasta tímabil þessara veiða við Eyjafjörð var áratugurinn 1860—1870. Við upphaf þessa tímabils eða árið 1859 er skipastóll Ólafsfirð- inga tvö þilskip (líklega Gestur og Stormur) og níu árabátar, þar af sjö sexæringar. Hins vegar virðist bátaeign þeirra vera í hámarki á allri nítjándu öldinni við lok tímabilsins, því að árið 1869 er haldið út frá Ólafsfirði tuttugu og þrem bátum og skipum, sem síðan skiptast þannig: tvö þilskip, tvö opin skip, þrettán sex-fjögurra- mannaför og sex minni bátar. Um þetta leyti áttu Ólafsfirðingar einnig 1/6 hluta í þilskipinu Sigl- nesingi frá Siglufirði. Á tímabilinu 1874—1906 virð- ast ekki vera til þilskip í Ólafsfirði. Gestur hverfur úr aflaskýrslum 1874 og Stormur flyst til Eyja- fjarðar um líkt leyti. Harðinda- VÍKINGUR 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.