Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Side 27
Væru Hamletmulti-flex skip
in hentug fyrir íslendinga?
Raðsmíðað skip í Hamlet multi-klassanum 13.000 DW.
Þeir sem kunnugir eru öllum
hnútum í siglingum, vita að
langt er síðan íslendingar byrj-
uðu að dragast aftur úr öðrum
þjóðum hvað siglingar varðar.
íslendingar sigla á smáskipum
(coasters) í Norður-Atlants-
hafi, skipum sem einkum er
ætlað að sigla í Norðursjó,
Miðjarðarhafi og öðrum sam-
bærilegum stöðum. Við erum
einir eyþjóða án bílferja, og þótt
allir aðdrættir og allar umtals-
verðar afskipanir fari fram með
skipum, höfum við ekki skilið
samhengið milli ódýrra og hag-
kvæmra flutninga og hagvaxtar,
að ekki sé nú talað um við-
skiptakjaravísitöluna margum-
ræddu. Lítil og ófullkomin skip
eru meginorsök hárra farm-
gjalda, en samt gerum við ekk-
ert til þess að ná aukinni hag-
kvæmni eða auknum hagvexti í
verslunarflotanum. Við erum
með 19. aldar gufuskipastíl,
alltof marga menn á alltof litl-
um skipum og því fá þeir allt of
lág laun.
Útgerðarfélögin bera því gjarn-
an við, að þau hafi hreinlega ekki
ráð á því að kaupa hingað al-
mennileg skip. Þessvegna er það
keypt, sem aðrir hafa hætt að
nota. Fjármagnskostnaður er
minni, en varla væru nú ný skip
smíðuð og stærri, ef það svaraði
ekki kostnaði. Flest útgerðarfélög
eru stofnuð og rekin til þess að á
því megi græða.
Við birtum hér mynd af skipi,
sem gæti verið athyglisvert fyrir
íslenska útgerðarmenn að eignast,
en það eru raðsmíðuð skip frá
Burmeister & Wain AS í Kaup-
mannahöfn, sem hefur smíðað
mörg skip fyrir íslendinga. Þetta
eru Multi Flex-skip, eða skip sem
geta tekið gáma, stykkjavöru,
vörubíla, RO/RO og allt mögu-
legt. Líka frystivörur, og þau eru
búin vönduðum losunarbúnaði og
skutbrú. Skipin eru um 13 000
tonn DW, og þau tækju farma
5—7 skipa eins og nú eru notuð
hér í hverri ferð.
Stór hluti af flutningum okkar
er frá ákveðnum höfnum erlendis
til ákveðinna hafna á íslandi, og
slíkt skip þyrfti því ekki að vera í
miklum strandferðum. Ekki þarf
stærri áhöfn á svona skip en á
stærstu Fossana og olíueyðslan er
aðeins um 23 tonn á sólarhring,
eða viðlíka og eitt til tvö smáskip
nota á sólarhring (90% orka).
Svo gæti maður ímyndað sér að
slíkt skip fengi raforku úr landi
(Sundahöfn) og þá væru olíu-
reikningarnir minni en ella og
stórfelldur gjaldeyrissparnaður
fylgir í kjölfarið.
Myndin er af skipi á HAMLET
MULTI-FLEX klassanum.
Radarkerfi í Belgíu
Mjög fullkomið radarkerfi verður
tekið í notkun í Belgíu innan skamms,
til þess að fylgjast með skipaferðum á
ánni Scheldt í Belgíu.
Hollendingar greiða tíunda hluta
kostnaðarins, en Belgar restina, sam-
kvæmt samningi milli landanna.
Markmiðið með radarkerfinu er að
tryggja öruggari stjóm siglinga um
fljótið, og til þess að fylgjast með
skipaferðum til Hollands og Belgíu.
VlKINGUR 27