Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Page 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Page 28
Kristján Jóhannsson: Stjórnun fískveiöa í grein þessari er reynt að gera úttekt á því hvaða aðferðum ís- lendingar hafa beitt til að stjórna nýtingu fiskistofnanna í kringum landið og benda á nýjar leiðir í þeim málefnum. Stjórnun á fiskveiðum íslend- inga hefur á undanförnum árum aðallega byggst á eftirfarandi að- ferðum: 1. Reglum um friðunarsvæði. 1. Reglum um gerð og búnað veiðarfæra. 3. Reglum um lágmarksstærðir fisktegunda. 4. Reglum um leyfisbundnar veiðar. 5. Tímabundnum veiðitakmörk- unum. Hér á eftir geri ég grein fyrir í hverju þessar aðferðir eru fólgnar og ærði kosti þeirra og galla. Reglur um friðunarsvæði Lokun veiðisvæða er algeng ráðstöfun og oft árangursrík til þess að ná því markmiði að vernda vissar tegundir fisks, t.d. smáfisk á uppeldisstöðvum eða hrygningarfisk á hrygningar- stöðvum. Hins vegar eru slíkar ráðstaf- anir ekki árangursríkar í því skyni að takmarka heildaraflamagn. Ráðstafanir af þessu tagi geta að öðru óbreyttu haft það í för með sér að álag á önnur fiskimið aukist óhóflega mikið. Reglur um gerð og búnað veiðarfæra Reglur um gerð og búnað 28 veiðarfæra eru hérlendis aðallega fólgnar í ákvæðum um lágmarks- möskvastærðir neta. Áhrif af stækkun lágmarksmöskvastærða eru þau að fiskurinn er veiddur eldri, þ.e. yngri árgangar sleppa í gegnum netin. Fiskurinn fær því að stækka meira áður en hann veiðist, eftir því sem möskvar net- anna eru stærri. Stækkun á lág- marksmöskvastærð neta getur því, sé til langs tíma litið, aukið þann varanlega afla sem fæst af við- komandi stofni Reglur um lágmarksmöskva- stærðir neta geta aukið varanleg- an afla úr viðkomandi fiskistofni, en aftur á móti er ekki hægt að nota þessa aðferð til að hafa áhrif til takmörkunar á heildarafla- magni úr fiskistofninum. Reglur um lágmarks- stærðir fisktegunda Reglur um lágmarksstærðir fisktegunda eru nú þannig að af helstu botnfisktegundum er skylt að hirða allan afla, sem kemur um borð í veiðiskip, en undirmáls- fiskur er síðan gerður upptækur. Þessar reglur ættu því að koma í veg fyrir að mikið sé sótt í smáfisk, m.a. vegna þess að sjómenn leggja ekki á sig vinnu við að hirða fisk, sem síðan er gerður upptækur þegar í land kemur. Þessar reglur um lágmarks- stærðir fisktegunda hafa svipuð áhrif og þær aðferðir, sem rætt var um hér á undan, þ.e. eru ekki ár- angursríkar til að takmarka heildaraflamagn. Reglur um leyfis- bundnar veiðar Samkvæmt lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi íslands frá því 1976 eru ýmsar veiðar háðar leyf- um frá sjávarútvegsráðherra. Nú eru rækjuveiðar, humarveiðar, síldveiðar, grásleppuveiðar, skel- fiskveiðar, veiðar í dragnót og þorskfisknet háðar sérstökum leyfum ráðherra, þ.e. að veiðileyfi er bundið við hvert einstakt fiski- skip. Þegar um leyfisbundnar veiðar er að ræða er eingöngu leyfishöf- um leyfilegt að stunda veiðarnar. Leyfishafar eru bundnir af reglum í veiðileyfi um hámarksafla, veiðitímabil, veiðisvæði og einnig er algengt að ákvæði séu um lág- marksmöskvastærðir og lág- marksstærðir fisktegunda. Aðalmismunurinn á leyfis- bundnum veiðum annars vegar og venjulegum veiðum hins vegar eru fyrst og fremst ákvæði um há- marksafla og veiðitímabil. Þessi aðferð við stjórnun gefur því möguleika á að takmarka heildaraflamagnið. Ókosturinn við þessa aðferð eins og henni hefur verið beitt af íslenskum stjórnvöldum er sá að veiting veiðileyfa hefur verið næstum sjálfvirk, þ.e. sett eru ákveðin skilyrði sem uppfylla þarf. Sem dæmi má nefna rækjuveiðar í ísa- fjarðardjúpi, en til að fá leyfi til veiða þar eru skilyrðin þau að viðkomandi aðili hafi haft búsetu á svæðinu í a.m.k. eitt ár og að báturinn sé ekki stærri en 30 rúmlestir. Hámarksafli á svæðiau hefur VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.