Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Side 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Side 44
Þó vistarverurnar a hafsbotni séu þröngar þá er samt hægt að spila. blóði kafarans ef hann fer of hratt upp. Loftbólurnar trufla blóð- rennslið og valda miklum kvölum. Ef stór loftbóla kemst til heilans getur það lamað eða drepið kaf- arann. Til að forðast þessa svo- kölluðu kafaraveiki verða kafarar að fara upp á yfirborðið í áföng- um svo líkaminn geti losað sig við loftið. Þetta fer eftir dýpi og lengd dvalar á botni. Eftir þrjátíu mín- útur á hundrað metra dýpi þarf þrjá klukkutíma í afþrýsting. Vatnslungað 1943 fullkomnaði Jacques Yves Costeau vatnslungað. Eftir það gátu kafarar haft loft með sér á hylkjum ofan í undirdjúpin, vatnslungað deildi loftinu úr hylkjunum eftir þörfum kafarans. Þar með gátu kafarar synt um eins og fiskar óháðir bát á yfirborðinu. Þeir sem áður óðu í flæðarmálinu gátu nú dýft sér á kaf og synt á vit hins ókunna. Uppgötvun George Mund 1959 uppgötvaði George Mund að takmörk eru fyrir því hvað blóðið getur safnað miklu lofti. Eftir um það bil þrjátíu klukku- tíma í þrýstingi er blóðið orðið mettað. Það þýddi að kafari gat verið áfram á sama dýpi án þess að lengja afþrýstitímann sem var þá orðinn sjötíu og tveir tímar. Neðansjávarhúsið Tektite bíður á stórum fleka eftir að vera slakað í hafið. 44 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.