Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Síða 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Síða 45
Forskkafari flýr inn í hákarlabúr, en slík búr eru höfð undir húsunum svo mennirnir geti koniist inn og út óáreittir. Til að þetta væri hægt urðu vistarverur að vera fyrir hendi á sjávarbotni; skýli sem kafarinn gæti skriðið inn í, hlýjað sér og fengið sér snarl. Þetta neðan- sjávarheimili mundi hafa sama þrýsting innan dyra og utan, nokkurskonar bolli á hvolfi. Kaf- arinn gæti farið út og inn án þess að þurfa að ganga í gegnum af- þrýsting. Dögum, vikum og jafn- vel mánuðum mætti eyða neðan- sjávar. Neðansjávarhús Nokkrar slíkar tilraunastöðvar hafa verið staðsettar á hafsbotni til að rannsaka hæfileika manns- ins til að lifa í hafinu. Fyrsta til- raunin var gerð undan ströndum suður Frakklands þar sem kafari var tuttugu og fjóra tíma á sjötíu metra dýpi í september 1962. Átti tilraunin að vara í fjörutíu og átta klukkustundir en hana varð að stytta vegna birgðaskips sem sökk í slæmu veðri, en niður með skip- inu fóru helíum birgðir sem nota þurfti við tilraunina. Fall er fararheill. Fjórum dögum seinna dvöldu tveir franskir kafarar á tíu metra dýpi í sjö sólarhringa í Miðjarðar- hafinu undan ströndum Frakk- lands. Cousteau hafði útbúið neðansjávarhúsið. Þrýstingurinn inni í húsinu var sá sami og í sjónum fyrir utan, kafararnir gátu því farið út og inn að vild í gegn- um gat á gólfinu. í júní 1963 stað- setti Cousteau annað hús á tólf metra dýpi. í þetta sinn dvöldu fimm menn neðansjávar í mánuð. Árið 1962 dvöldust tveir menn í tvo daga á hundrað og fjörutíu metra dýpi. Þeir hétu Robert Sté- nuit og John Lindberg, sonur hins fræga flugkappa Charles Lind- berg. í tvo mánuði Fjórir kafarar voru í sextíu daga á fjórtán metra dýpi í húsi sem hét VÍKINGUR Tektite I. Vistarverumar voru í tveimur lóðréttum sívalningum sem sátu á grind, tengdir saman með einu eins og hálfsmetra sveru röri. Hver sívalningur var sex metrar á hæð og fjórir metrar í þvermál; hver hafði að geyma tvær íbúðir á tveim hæðum. Lítill útsýnisturn var efst á öðrum sí- valningnum. Undir húsinu var hákarlabúr. Búrið átti að verja kafarana gegn hættulegum sjávardýrum áður en þeir legðu af stað í sína daglegu rannsóknar- leiðangra eftir hafsbotninum. Kafararnir fóru í allt að kílómetra fjarlægð frá heimili sínu. Eitt sinn fylgdust þeir með óveðri frá hafs- botni og gátu þeir séð glampana frá eldingunum. Mennirnir höfðu samband við fjölskyldur sínar bréflega og með segulbandsupp- tökum. En um þetta leyti var opnuð neðansjávar útvarpsbylgju stöð. Þá gátu mennirnir talað beint við konur sínar og náð sam- 45

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.