Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Page 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Page 47
Þungaflutníngaskíp í HÓPI sérbyggðra skipa, sem ætluð eru fyrir sérstök verkefni, verður að telja þungaflutninga- skipin, en það eru skip, sem sérsmíðuð eru til þess að sigla með hluti sem eru þyngri en svo, að unnt sé með góðu móti að sigla með þá í venjulegu flutn- ingaskipi. Þetta geta verið eim- reiðar, eða dráttarvagnar fyrir járnbrautir, hlutir í orkuver og þungaiðnað, skipavélar og jafn- vel heil skip. Tækni við smíði slíkra skipa hefur fleygt fram. Þau eru sjálf yfirleitt fremur lítil, því til þess að það borgi sig að flytja þung stykki langar leiðir í skipum, má sigling- in ekki vera dýrari en t.d. sam- setning hlutanna á áfangastað, og jafnframt verða skipin að geta híft þungann sjálf um borð, og skipað honum á land, því óvíst er hvort frambærileg aðstaða er fyrir hendi á komustaðnum. 1000 tonna stykki tekið um borð Þessi skip líta sum hver út eins- og „venjuleg“ skip, en önnur eru frábrugðin og sést strax að þeim eru ætluð sérstök verkefni. Eitt þessara skipa er GLORIA VIR- ENTIUM, en skipið er nýlega smíðað fyrir Holcher Shipping í Rotterdam, sem sérhæfir sig í margvíslegum flutningum. GLORIA getur sjálf híft um borð og landað 800 tonna stykkj- um, sem mega vera 80 metra löng og nær 15 metrar að breidd. Ef GLORIA VIRENTIUM á siglingu. Á myndinni sést að stýrishúsi og öðrum þilfars- húsum er komið fyrir í turni, stjórnborðsmegin, til þess að flutningarnir hafi nær ótakmarkað svigrúm á þilfarinu. Þilfarsmynd frá GLORIU. Lestarlúgurnar verða að þoia ógurlegan þunga og eru bómur skipsins notaðar við að færa þær til. VÍKINGUR 47

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.