Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Side 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Side 48
þunganum er ekið um borð, má stykkið vega 1000 tonn. Það er fyrirtækið MacGregor, sem hannað hefur og smíðað þil- farslúgur, akstursbrú og fl. og þola þilfarslúgurnar geysilegan þunga, og eru bómurnar notaðar við að hagræða hinum sex flekum, sem loka lestum skipsins. Bómurnar geta hvor um sig lyft 350 tonna þunga við 30° halla miðað við láréttan flöt, en 400 tonnum við 45° halla, og saman lyfta þær því 800 tonna þunga. Ekkert skip er vitað um í heim- inum, sem getur lyft öðrum eins þunga og GLORIA VIRENTI- UM. DDG HANSA Nýlega var hleypt af stokkun- um í Bremen, þungaflutninga- skipinu STAHLECK, en það er DDG HANSA útgerðin, sem á þetta skip, en það sérhæfir sig m.a. í sérhönnuðum þungaflutninga- skipum. Hið nýja skip er með Mac- Gregor landbrú og lúgum, en deildir fyrirtækisins í Þýskalandi sáu um hönnun og smíðar. Hið nýja skip opnar stefnið og brúin er sett á land, en hún getur tekið 1000 tonna þung í einu lagi, en landbrúin ein vegur 40 lestir. Vatnspumpum er beitt við að opna og loka stefninu. Að aftan er minni landbrú, sem ber 80 tonn, en henni er ætlað að vera út- gönguleið fyrir dráttarvagna, sem aka þunganum um borð. Skipið getur híft um borð og losað 432 tonna þunga í einu lagi. Þrátt fyrir bómurnar, þá er þunginn í lestunum aðeins einn metra frá miðlínu, en lúguopið er 41 metra langt og 9 metra breitt. Er lestinni lokað með 13 sér- byggðum lúgum. Skipið hefur tvo lyftikrana, einsog sjá má myndinni. Tvö skip af þessari gerð, hafa verið pöntuð til Bandaríkjanna. Munu skipin sigla undir bandarískum fána, og sinna verk efnum bæði heima og á alþjóð legum markaði. STAHLECK opnar stefnið og skýtur landbrú á bryggjuna og þá má aka 1000 tonna stykkjum um borð, en dráttarvagninn sleppur síðan út um skutinn. 48 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.