Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Side 49
Skólaskip fyrir Kúbu
Mörg lönd, einkum þróunar-
löndin, búa við skort á sjómönn-
um, það er að segja yfirmönnum
og vönum starfsmönnum til þess
að manna skipaflota sinn, sem
oftast er líka smærri en tilefni eru
til.
Sjómannaskólinn
á hafinu
íslendingar hafa leyst þetta mál
með sérstökum stýrimannaskóla,
vélskóla og matsveinaskóla, og
þótt á stundum gangi brösótt með
mannaráðningar og hvimleiðar
undanþágur séu oft í gildi, verður
því varla í alvöru haldið fram að
hér sé skortur á hæfum sjómönn-
um — þótt annað mál sé auðvitað
það hvort útgerðarfyrirtækin séu
ávallt reiðubúin til að greiða það
sem þarf.fyrir þjálfaða og mennt-
aða starfsmenn.
Erlendis færist það nú í vöxt að
stór skipafélög, og þá einkum þar
sem skipin eru ríkiseign, reyni að
færa sjómannafræðsluna út á
hafið. Það er gömul aðferð að
senda liðsforingjaefni á sérstökum
seglskipum út um heiminn, því
enn er það svo, að margir telja að
raunveruleg sjómennska sé og
verði aðeins stunduð á seglskip-
um. Það eru einkum liðsforingja-
efni flotans sem fá slík tækifæri til
þjálfunar, aðrir sjómenn fara í
sjómannaskóla, vélskóla, eða
stýrimannaskóla og þá oftast eftir
einhverja reynslu á hafinu við
störf á þilfari, í vél eða í eldhúsi
skipa.
Nú reyna menn að sameina
þetta með því að smíða sérstök
skólaskip, þar sem bókleg og
verkleg kennsla fer fram á hafinu.
Skipið er raunverulegt flutninga-
VÍKINGUR
skip, sem vinnur fyrir peningum,
því það flytur vörur milli hafna,
og þarna fá nemendur alla ken-
nslu, verklega og bóklega við þær
aðstæður, sem þeir síðan vinna við
á sjónum.
Skólaskipið Jose Marti
Skólaskip að nafni JOSE
MARTI var nýverið smíðað í
Danmörku fyrir stjórnina á Kúbu.
Ástæðan til þess að leitað var til
Danmerkur með þetta verkefni
mun einkum vera sú, að Danir
hafa talsverða reynslu í þessum
efnum. Laurentzen skipafélagið
hefur um margra ára skeið bæði
rekið sjómannaskóla í landi og
ennfremur haft nemendur og
kennara um borð í hinum þekktu
kæliskipum sínum, sem sigla um
öll heimsins höf.
Kúbanska skipið heitir eftir
frægum þjóðernissinna á Kúbu,
og um borð í skipinu er rými fyrir
300 manns, þar af um 200 nem-
endur.
Gert er ráð fyrir að 30 kennarar
starfi um borð í skipinu, en alls
telur sjálf „áhöfnin“ 63 menn.
í skipinu eru kennslustofur,
rannsóknastofur, vinnustofur og
annað, sem nauðsynlegt er að
hafa í sjómannaskóla og svo hafa
þeir auðvitað allt skipið þar ofan í
kaupin. í skipinu er sérstakt
vélarrúm fyrir nemendur, þar sem
alla hluti er að finna, ljósavélar,
dælur og rafkerfi, — allt nema
sjálfa aðalvélina, því ekki mun
hafa verið talið óhætt að láta
nemendur tæta of mikið í sjálfu
vélarrúmi skipsins, því það gæti
auðvitað haft slæmar afleiðingar.
Mjög góð aðstaða er fyrir nem-
endur á stjórnpalli, en þar hafa
þeir allt til siglingafræði og skipið
hefur sérstaka stöð til fjarskipta,
þar sem unnt er að kenna loft-
skeytafræði. En auk þessa hefur
skipið 15.300 rúmmetra lestar-
rými og fjórar lestar. Er gert ráð
fyrir að skipið sigli sem venjulegt
vöruflutningaskip og starfi sem
49