Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Side 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Side 56
Fáein orð um sjómannastofur í Víkingnum 2. tbl. eru 5 greinar um sjómannastofur. Það gleður mig að einhver áhugi er að vakna fyrir þessum málum og langar mig því til að leggja þar nokkur orð í belg þó ekki hafi ég verið kvaddur þar til af neinum. Ég hefi um 30 ára skeið verið viðriðinn Kristilegt sjómannastarf og kynnt mér það nokkuð meðal nágrannaþjóða okkar, m.a. þegar 2 erlend útgerðarfélög buðu mér út í þeim tilgangi sitt árið hvert. Var það mjög gagnlegt og upp- örvandi. Ég hefi oft vikið opinberlega að þessum málum, en svo virðist sem það hafi fengið frekar lítinn hljómgrunn enda íslendingar langt á eftir öðrum í þessu þó leitt sé frá að segja. í grein Ingólfs Stefánssonar er óskalisti í 10 liðum gagnvart sjó- mannastofum, sem allt er gott að vissu marki. En eitt gleymdist, sem er aðalatriðið hjá nágranna- þjóðum okkar, að þetta sé rekið á kristilegum grundvelli, og því séð fyrir andlegum þörfum manna ekki síður en öðru. Af opinberum skýrslum má sjá að Norðmenn eiga 23 sjómanna- stofur eða heimili innanlands og 30 erlendis, Danir eiga 27 heima, 5 í Grænlandi og 1 í Englandi, og eitt hvíldarheimili fyrir sjómanns- ekkjur. Þetta heimili er kostað af útgerðarfélögum en starfrækt af sjómannatrúboðinu. Ég heimsótti þetta heimili með forstöðumanni starfsins í Kaupmannahöfn og tók þátt í samkomu þar. Var það mjög blessað og í viðtali við konurnar kom fram að þær undu mjög vel 56 hag sínum. Færeyingar eiga mörg slík heimili heima og 1 á Græn- landi og 1 á íslandi, Svíar eiga 20 heima og 65 erlendis. Auk þess eiga þessar þjóðir a.m.k. 4 skip, sem bæði eru hjálpar- og trú- boðsskip. Þá gefa þessar þjóðir út 6 kristileg sjómannablöð því allt er þetta rekið á kristilegum grundvelli og er því komin mikil og góð reynsla á þessa starfsemi hjá þeim. T.d. hafa Norðmenn 105 ár að baki því þeirra sjómanna- starf var stofnað 31. ágúst 1864. Mættum við ekki læra eitthvað af reynslu þessara nágranna okkar? Ég hefi á öðrum vettvangi sagt frá því hve mikla blessun ég hlaut af starfi Norðmanna meðan þeir áttu sitt sjómannaheimili á Siglu- firði, og ég trúi því ekki að ég hafi verið eini íslendingurinn, sem fann það hversu gott var að eiga þar athvarf og njóta þeirrar þjón- ustu, sem það veitti. Þessvegna, kæru vinir, sem hafið nú fengið áhuga fyrir þessu málefni. Byggið upp margar sjó- mannastofur og heimili, því það eiga íslenskir sjómenn sannarlega skilið, og það er hægt ef almennur vilji er fyrir hendi, en gleymið ekki Guði, sem gefur okkur allt. Vinnið að þessu og starfrækið það á kristilegum grundvelli. „Ef Drott- inn byggir ekki húsið, erfiða smiðirnir til ónýtis.“ (Sálm 127:1.) Heyrið einnig orð Jesú: „Maður- inn lifir ekki á brauði einu saman, heldur á sérhverju orði, sem fram gengur, af Guðs munni.“ (Matt. 4:4.) Guð gefi þessu máli sigur. Sigfús B. Valdimarsson VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.