Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Blaðsíða 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Blaðsíða 57
Tankskipum breytt í fljótandi flugvelli Olíuskorturinn í heiminum hefur orðið til þess að olía er nú víða unnin, þar sem miklir örðugleikar eru samfara borun- um og flutningum, og meðal nýrra olíusvæða eru boranir á hafsbotni víða um heim, en þær eru mjög kostnaðarsamar, einsog flestir vita. Nærtækustu dæmin eru olíu- borpallarnir í Norðursjó, þar sem gífurlegu fjármagni hefur verið varið til þess að bora efir olíu. Sú tíð er löngu liðin að menn töldu, að Norðursjávarolían myndi gera Breta og Norðmenn að „olíufurstadæmum“. Tilkostn- aðurinn hefur orðið of mikill til þess. Það er margt sem veldur þess- um mikla kostnaði. Ekki aðeins rándýrir borpallar og dælustöðv- ar. Samgöngumál þessara borg- ríkja, langt úti í Norðursjó, kosta mikið. Þyrlur hafa verið notaðar til áhafnarskipta og einnig skip. Nú hafa menn eygt nýja lausn á flutningavandanum, en það er að nota gömul risatankskip og breyta þeim í flugvélamóðurskip, eða fljótandi flugvöll. Skipasmíða- stöðin Harland og Wolff í Belfast hefur til dæmis nýverið gert um- fangsmiklar rannsóknir á kostnaði við að breyta risatankskipi í flug- völl og kemur í ljós að það er hagkvæmt að breyta slíku skipi í flugvöll. Rekstur þyrilvængja er geysi- lega dýr, og verkefni eru fá fyrir risaolíuskipin. Fara nú fram við- ræður milli Aliadair (flugfélag), flugmálayfirvalda og orkumála- ráðuneytisins í Bretlandi um hag- kvæmni slíks flugvallar og rekstur hans. Það kemur í ljós að flugbraut fyrir STOL flugvélar er unnt að gera með litlum tilkostnaði á þil- fari olíuskipa, en slíkar flugvélar þurfa styttri brautir en venjulegar flugvélar. Hér á landi eru til nokkrar slík- ar STOL-flugvélar af Twin Otter gerð (Vængir og Flugfélag Norðurlands), en þær taka 20 far- þega. Til eru stærri vélar, 40—50 farþega. STOL vélar (skammstöfun fyrir Short take-off and landing) yrðu mun ódýrari í rekstri en þyrlurnar. Myndin sýnir olíuskip, sem til greina kemur að breyta í flugvöll. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.