Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Síða 59
Einu mesta sjóslysi styrjald-
arinnar var haldið leyndu
Vegna þess að ekki mátti veikja
baráttuþrek þjóðarinnar, var einu
mesta sjóslysi síðari heimsstyrj-
aldarinnar haldið leyndu fyrir
bresku þjóðinni í nokkur ár.
Þjóðverjar vissu ekki um þennan
atburð, en breska flotamálaráðu-
neytið og talsmenn flotans Royal
Navy báru lausafregnir til baka.
Það var meðan síðari heims-
styrjöldin geisaði og orrustan um
Atlantshafið stóð sem hæst, að
breska risa-farþegaskipið Queen
Mary sökkti loftvarnafreigátunni
Curacao í árekstri skammt undan
strönd írlands. 338 manns týndu
lífi, breskir sjóliðar.
Þetta gerðist í dagsbirtu og
enginn óvinakafbátur eða óvina-
flugvél var nærstödd, og hið mikla
skip Queen Mary, sem var 81.000
tonn að stærð sigldi með nær 30
hnúta hraða í krákustígum yfir
hafið til að verjast hugsanlegum
árásum.
Skipið og annað frægt skip,
Queen Elizabeth, voru í stöðugum
ferðum með hermenn yfir At-
lantshafið. Þessi skip voru of
hraðskreið til þess að sigla í
skipalestum, en sigldu þess í stað
undir sérstakri vemd og eftir sér-
stökum áætlunum, og í þessari
ferð voru 1100 bandarískir her-
menn farþegar á hinu glæsta skipi.
Þeir voru á leið til vígvallanna í
Evrópu.
Enn einni hættuför
að ljúka
Yfirmenn og skipshöfn á Queen
Mary vissu að þeir voru að nálgast
land. eftir aðeins u.þ.b. fjórar
klukkustundir myndi skip þeirra
Queen Mary
Curacao
338 fórust,
þegar Queen Mary
skar breska freigátu
í tvennt á 28
hnúta hraða
leggjast við festar. Farþegaskipið
geystist yfir hafflötinn með nær 30
hnúta hraða og ekkert var að sjá
nema verndarskip flotans, loft-
vamaskipið Curacao, sem var á
ferð útvið sjóndeildarhringinn.
Skipherrann á freigátunni hafði
einfaldar skipanir. Verndið
Queen Mary með öllum tiltækum
ráðum og hvað sem það kostar.
Þetta var í þriðja sinn, sem John
Boutwood hafði haft það verkefni
að fylgja drottningunni síðasta
VÍKINGUR
59