Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Side 60

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1979, Side 60
spölinn til hafnar. I öll skiptin hafði Cyril Illingsworth verið skipstjóri farþegaskipsins. Þótt þessir tveir menn hefðu aldrei kynnst persónulega, þá fannst þeim báðum að með þeim væri nú nokkur kunningsskapur og sam- starf þeirra hafði gengið vel. — Hafið ekki áhyggjur af þeim á Curacao hafði Illingsworth skipstjóri á Queen Mary sagt stýrimanni sínuj þar sem þeir sfoðu á stjórnpalli. — Þeir í flot- anum kunna sitt fag og þeir munu ekki torvelda okkur siglinguna. Þetta var í október 1942, eða 60 nánar til tekið 2. þess mánaðar klukkan rúmlega tvö um eftir- miðdag, að Queen Mary var að sigla hið flókna zig zag kerfi, sem skipinu var uppálagt, en ekki var talið óhætt að sigla beinustu leið, vegna kafbátahættunnar. Stór- skipið var um það bil að fara fram úr hinni 4200 tonna freigátu, sem var beint framundan stefni þess. Vonsku veður Skipin voru stödd vestur af Norður-írlandi og það var fremur þungt í sjóinn, og það var kalsa veður. Hraði stórskipsins var 28 hnútar. Curacao var líka öflugt skip, en það hafði ekki 158.000 hestafla vélar einsog Queen Mary, og ganghraði þess var því minni, eða á að giska 24 hnútar, og freigátan hraktist ofurlítið af stefnu sinni vegna stormsins. Skipin nálguðust hvort annað, og að því er virtist, þá töldu báðir skipstjórarnir að ef hætta yrði á árekstri, þá myndi hinn breyta stefnunni til þess að forðast árekstur. En það gerði hinsvegar hvorugur og skipin nálguðust hvort annað óðfluga. Ernst Waston sjóliði um borð í Curacao lýsti þessu síðar: „Queen Mary stefndi á okkur einsog fjall sem æddi áfram og árekstur varð ekki umflúinn.“ Áreksturinn — Það heyrðist gríðarlegur há- vaði og sprenging og stálbitum og braki rigndi niður, þegar stefni Drottningarinnar skarst inn í miðsíðuna á freigátunni. Stór- skipið risti 4 þumlunga brynvörn freigátunnar sundur eins og pappír og klauf skipið í tvennt einsog spilaborg. Freigátan var í tveim hlutum á eftir og svo snöggt gerðist þetta að þegar skutnum hvolfdi, snerust skrúfurnar í hringi meðan afturhlutinn rann aftureftir síðu Queen Mary, að því er sjónarvottar sögðu, en fram- hlutinn á kafi í reyk og gulum mekki rann afturmeð á bakborða. Illingsworth var í miklum vanda staddur. Sjóslysið, áreksturinn var staðreynd, sem ekki varð umflúin. Hann átti um tvennt að velja, að brjóta settar reglur, sem bönnuðu honum að nema staðar og hefja björgunaraðgerðir, en þá stefndi hann á annað þúsund manns í hreina lífshættu, því þá varð risa- skipið auðvelt skotmark fyrir kaf- báta, og hann gat naumast siglt brott frá hundruðum samlanda sinna, sem svömluðu nú í ísköld- um sjónum, sumir stór slasaðir, 100 sjómílur frá landi. VÍKINGUR Landssmiðjan SÖLVHÓLSGÖTU-IOl REYKJAVIK-SÍMI 20680-TELEX 2207 viðgerðaþjónusta LANDSSMIÐJAN annast viðgerðaþjóustu á öllum teg- undum loftpressa, loftverkfæra og tækja. Ef óskað er sjáum við einnig um fyrirbyggjandi viðhald. MtlasCopco var stofnað 1873 og framleiðir loftverkfæri, býður einnig fram þjónustu fyrir verktaka við vinnu tilboða og aðstoðar við val á tækjum og aðferðum.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.