Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Side 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Side 24
íslensk matvæli hf. Eigendur eru Sigurður Björns- son framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins og fjölskylda hans. Upphaf- lega var húsnæði fyrirtækisins byggt sem tilraunastofnun SÍS, en núverandi starfsemi er 3ja ára. Núverandi eigendur keyptu fyrir- tækið í ársbyrjun 1978. íslensk matvæli framleiðir marineraða síld, kryddsíld og reykta síld; einnig graflax og reyktan lax. Þá hefur fyrirtækið einnig soðið niður hörpudisk til útflutnings. „Á grundvelli hörpu- disksframleiðslunnar reikna ég með að við fáum úthlutað 300 tonna kvóta til veiða á hörpudiski í Hvalfirði" sagði Sigurður Björnsson blaðamanni Víkings. „Við höfum gert samning við Sæ- mund Sigurjónsson útgerðar- mann og skipstjóra á Nonna SH 24 um að hann veiði þetta fyrir okk- ur“. „Sem dæmi um söluaukningu á síldinni get ég nefnt þér að árið 1978 framleiddum við úr 500 tunnum síldar, '79 úr 1100 tunn- um, og á næsta ári gerum við ráð fyrir að framleiða úr 1500 tunn- um. Framleiðsla '78 og '79 fer eingöngu á innanlandsmarkað, en áætlunin fyrir næsta ár gerir ráð fyrir útflutningi einnig. Við höf- um unnið að kynningu á marin- eraðri síld og kryddsíld á Norður- landamarkaði. Söluaukningin á síldinni er m.a. afleiðing af vörukynningum sem við höfum verið með. Við byrjuð- um með þær í verslunum 1977 og höfum síðan haldið áfram, t.d. vorum við með svokallað síldar- ævintýri á Hótel Loftleiðum síð- astliðið vor“. Núverandi húsnæði íslenskra matvæla er um 400 fermetrar, en það nægir fyrirtækinu ekki og eru nú hafnar framkvæmdir við álíka stóra viðbyggingu. Hluti hennar verður væntanlega tekinn í notk- un á þessu ári, en öll á hún að verða komin í gagnið á næsta ári. Starfslið íslenskra matvæla er að jafnaði 15 manns. íslenskir sjávarréttir heitir matvælaiðja við Smiðju- veg í Kópavogi. Eigandi og fram- kvæmdastjóri er Birgir Þorvalds- son. Fyrirtækið er 3ja ára gamalt. Það framleiðir nú 7 tegundir síld- arrétta undir vörumerkinu kútter síld, marineraða síld, kryddsíld og síld í sósu. Átta manns vinna við framleiðsluna. Hún er eingöngu seld innanlands. „Síldarneysla almennings hefur VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.