Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Qupperneq 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Qupperneq 8
Jóla- hugleiðing Það voru fiskimenn við Genesaret-vatnið, sem Kristur valdi til að vera lærisveinar. Þeim treysti hann til að bera áfram fagnað- arboðskapinn um kærleiksríkan föður á himnum. Fiskimennirnir við Genesaret-vatnið hertir í átökum við vandamál daglegs lífs urðu frumherjar kirkjunnar. Þeim var trúað fyrir fagnaðarerindinu og ætlað að skila því áfram til óborinna kynslóða. Þeir voru áfram veiðimenn en í stað fisks veiddu þeir menn og það er hlutverk kirkjunnar enn í dag. Og á þeim veiðum er enginn aflakvóti, friðuð svæði né landhelgi. Allt mannkyn, heimurinn allur er veiði- svæðið. Fagnaðarboðskapurinn er enginn svört skýrsla heldur huggun hrelldum og líkn þjóðum. Þar er frið að fá órólegum sálum í órólegum heimi. Boðskapur Krists um frið og kærleika er sem þverstæða í hrikalegu ástandi heims- mála þegar dag hvern berast ný ótíðindi um stríð, manndráp, svik og ólifnað hvers kon- ar. Árið 1945 lauk seinni heimsstyrjöldinni. Þá voru menn ákveðnir í því að slíkur hild- arleikur mætti ekki endurtaka sig. Þrátt fyrir 1 eyðileggingu og miklar fórnir þá litu menn vonglaðir til framtíðar. Nú höfðu menn lært lexíu sem aldrei mundi gleymast. Nú myndu menn og þjóðir taka höndum saman og tryggja frið og réttlæti. Það eru liðin 34 ár. Blikur margar og ískyggilegar á lofti. Maðurinn er harla tor- næmur á eigin sögu og lærir seint og illa af eigin mistökum. En þó hefur í ýmsu þokað áleiðis. Réttlætiskennd er víða sterk og menn berjast gegn kynþáttamisrétti og augu margra eru opin fyrir misrétti sem ríkir milli ríkra þjóða og fátækra. Við tilheyrum þeim ríku á norðvestur horni veraldar. Við búum betur en áður. Eigum menntakerfi sem á að koma öllum til nokkurs þroska. Tryggingarkerfi sem hjálp- ar þeim sem höllum fæti standa. Allt er þetta til bóta og í réttlætisátt þó enn megi bæta. Velmegun eigum við að þakka gjöfulum miðum umhverfis landið og starfi harðdug- legra sjómanna. Og þó að óvissa sé fram- undan treysti ég því að við berum gæfu til að standa þannig að málum að til blessunar verði fyrir land og þjóð. En þrátt fyrir velmegun og allt sem áunnist hefur þá ríkir ekki bjartsýni og gleði í samfélagi manna. Miklu fremur hittun) við fyrir vonleysi, tilgangsleysi og uppgjöf. Gömlum verðmætum er hugsunarlaust kastað fyrir róða. Gildi fjölskyldulífs, sam- viskusemi í starfi og heiðarleiki, er dregið í efa. I mörgu er nútímamaðurinn meira dauður en lifandi, þar sem hann hefur gefist upp við að móta líf sitt sjálfur, en lætur undan hverjum þeim andblæ tísku og glamurs er leikur um sál hans. í þeim sviptivindum tapar hann áttum, nær ekki fótfestu í lífi sínu og gefst upp. Fyllist böl- sýni og lífsleiða. Jafnvel gamli góði Guð sem afi og amma trúðu á og leituðu til, hann er dáinn og 8 VÍKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.