Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Síða 58
þegar ég er farinn að finna á mér á
Þorláksmessu.“
„Er Bjarki búinn að segja þér að
við lentum í steininum í gær?“
„Nei,“ sagði Óskar og fékk sér
sopa af glasi.
„Þegar ég kom í land í gær,
hringdi ég í Bjarka og við fórum
að drekka bjór. Um nóttina urð-
um við svangir og kellingin neit-
aði að gefa okkur að éta og læsti
eldhúsinu. Svo við fórum út á
Hótel Loftleiðir. í staðinn fyrir að
fara á kaffiteríuna vildi Bjarki
endilega leita að partíi í herbergj-
unum og við fórum upp í lyftunni.
Við fundum ekkert partí en á ein-
um ganginum var litsjónvarp á
hjólum. Við trilluðum því inn í
lyftuna, niður og út.“
„Leigubílstjórinn neitaði að
taka það upp í. Ha, ha, ha.“
„Svo allt í einu vorum við um-
kringdir lögreglum."
Þeir hlógu.
„Á ég að hringja á bíl,“ sagði
Óskar, tók upp símtólið og lagði
Camel sígarettu í öskubakkann.
„Er ekki meiningin að fara á
ball?“
„Jú.“
„Hvaða bílastöð.“
„Alveg sama.“
„Nei, Steindór. Einn fimmtán
áttatíu.“
Þeir fengu sér stóra sopa og
Tralli blandaði sér í nýtt glas.
„Hefur þú aldrei lent í steinin-
um?“
Tralli og Bjarki horfðu á Óskar.
„Nei.“
„Þá áttu mikið eftir.“
„Mig langar nú eiginlega ekkert
til þess.“
„Bíddu bara. Einn góðan veð-
urdag vaknarðu á harðri dýnu í
litlum klefa með járnhurð og þú
veist ekkert hvar þú ert.“
Þeir hlógu tröllahlátri, tóma-
hljóð var í hlátri Óskars. Slím var
komið á munnvik Bjarka og roði
hlaupinn í kinnarnar. Óskar varð
hugsi. Fyrir utan heyrðist í bíl-
flautu og mal í dísilvél.
Ætlar þú ekki að kaupa
dúkku sem getur pissað?
„Bíllinn er kominn, drífum
okkur.“
„Tralli, ætlar þú ekki að fara
niður í bæ og kaupa dúkku sem
getur pissað handa dóttur þinni.“
„Dúkku sem getur pissað. Ha,
ha.“
Tralli og Bjarki hlógu.
„Nei, ég gef henni bara pen-
inga, sem hún getur sett í spari-
baukinn,“ sagði Tralli og þeir
hlógu á ný.
Þeir stóðu á fætur, stungu síga-
rettupökkum í vasana og litu á sig
í speglinum.
Botnhreinsun skipa með nýrri tækni!
Botnhreinsum skip á floti!
Reynslan sýnir:
Mikill olíusparnaður. Meiri gangur.
Veitum alhliða köfunarþjónustu, við skipog báta.
Hvar sem er. Hvenær sem er.
Leitið upplýsinga.
Símar 7283, 7491, 7189
Köfun s.f.
Neskaupstað
58
VÍKINGUR