Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Blaðsíða 15
kaffisölu á skrúfudegi Vélskólans sem er aðaltekjulindin fyrir utan félagsgjöld. Þau eru kr. 2000 á ári. Við höldum líka skemmtun að kvöldi skrúfudags. Þá er eigin- mönnum boðið. Svo er basar einu sinni á ári. I ferðalög förum við einnig. Það er gott samstarf milli kven- félaganna fjögurra. Fyrir kemur að þau haldi sameiginlega skemmtifundi, t.d. í Þórskaffi í fyrra, sem heppnaðist ágætlega. Svo eru þau líka með sameigin- lega sælgætissölu í Nauthólsvík á Sjómannadaginn.“ Þess má að lokum geta að for- mönnum kvenfélaganna bar sam- an um að fyrir nokkrum árum hefði verið lítið um að þeim bætt- ust nýjar félagskonur, en þetta hefði breyst í seinni tíð. Talsvert væri um inngöngu nýrra félaga nú og virtust konurnar hafa þörf fyrir þau félagslegu samskipti, sem kvenfélögin byðu upp á. FTH Sjómannakvæði Allt frá landnámi hafa íslend- ingar kveðið um haf, skip og sjó- mennsku. Ekkert er eðlilegra, svo háðir sem þeir voru sjó og sæför- um sér til lífsbjargar — og eru reyndar enn. Vel hefði skipið mátt hljóta heiðursnafn hestsins, þarf- asti þjónninn, ef það hefði verið lífi gætt. Hesturinn átti stóran hlut að greiðari samgöngum á íslandi en löngum tíðkuðust í Skandina- víu, en sævar blakkur var að því leyti mikilvægari að án hans varð landið ekki byggt. Jór og rangajór! Hvor tveggja ber björg í bú, og fargervi beggja er reiði. Þeir eru rennilegir báðir og hafa oft góðan gang. Menn sækja á þeim til frægðar og lofa þá í ljóði, og má vart milli sjá hvor meir er hylltur. Hér þarf ekki lengri formála. Sjómannablaðið Víking langar til að birta á næstu misserum nokkuð af því sem vel eða skemmtilega hefur verið kveðið um skip og sjósókn. Sumt af því verða vel þekkt kvæði eldra fólki, en ávallt þess verð að vekja á þeim athygli. Annað verður nær okkur í tíma, reynsla samtíðarmanna. Gaman væri og að geta birt kvæði eða ljóð ný af nálinni, og verður þakk- samlega tekið við öllu því sem frambærilegt má teljast af slíku efni. Fyrsta kvæðið þarf naumast kynningar við. Það er tekið úr ljóðmælum Jónasar Hallgríms- sonar, þriðja og síðasta kvæðið í bálkinum Formannsvísum og heitir Uppsigling. Hin tvö fyrri heita Framróður og Seta. Kvæðið er kveðið af innileik og mýkt og má kallast gott dæmi um list Jón- asar. Jónas Hallgrímsson: Uppsigling Útrœnan blíða sem oft kysstir mig! Láttu nú líða yfir leifturstig fleyið mitt fríða svo faðmi ég þig. Reisum tré svo renni að ósi rangajór, því langar stórum nú að heilsa bœ og búi báruþegn er stýri gegnir. Breiðum voð svo gráan grœði getum kvatt, því nóg er setið. Sœlla vart er eitt að öllu en að sigla heim til kvenna. Bíður kona heima á hlaði, hrœdd og fegin seglið eygir, sér að hleypur, hyggur steypist hrannaljón á djúpu lóni. Vonin dregur, óttinn agar, undan lítur þá og flýtir sér að kyssa, sinn að blessa son og minn, á rjóðar kinnar. Herðið drengir hratt á strengjum, horfði við á goluborða nú að leystust tengslin traustu, teygir blakkur sœvar makka. Geisa tekur gangi fúsum gnoðin mín um hvíta boða. Sælla vart er eitt að öllu en að sigla heim til kvenna. Lœgjum voðir nú í nœði, nóg er siglt sem fyrr var róið. Knarrarstefni vel að vörum víkjum undan sœvarrríki. Þökkum drottni, þeim er hlotnast það oss lét að allir getum hraustir borið heim að nausti hlutarval úr fermdum skuti. VÍKINGUR 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.