Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Side 11
Efla samúð og vínáttu
Víkingur kynnir starf kvenfélaganna Öldunnar, Bylgjunnar, Hrannar og Keðjunnar
Myndin var tokin árið 1962, t>c)>ar fulltrúar fimm kvcnfclaya afhcntu forráðamönnum
Hrafnistu í Reykjavík jóla)>laðniii}> fvrir vistmenn. Talið frá vinstri: Anna Óskarsdóttir
stjórnarmaður í Bylgjunni, Guðmundur H. Oddsson ^jaldkcri Sjómannadagsráðs,
Laufey Halldórsdóttir formaður Öldunnar, Astrid Hanncsson húsmóðir á Hrafnistu,
Kristín Hjörvar formaður Kcðjunnar, Sigurjón Einarsson forstjóri Hrafnistu, Einar
Thoroddsen formaður Sjómannadagsráðs, Gróa Pétursdöttir formaður Kvcnnadcildar
Slysavarnafélagsins í Reykjavík, Hrefna Thoroddscn formaður Hrannar, Jónína Lofts-
dóttir forniaður Kcðjunnar um árabil, Guðrún Sigurðardóttir formaður Bylgjunnar.
í húsakynnum Farmanna- og
fiskimannasambandsins er erill
starfs hvern virkan dag. Mörg er
áhyggjan út af kaupi og kjörum,
samningum, dómum; margt
álagið vegna ákvarðana um nýtt
fiskverð eða breyttrar stjórnunar á
veiðum; mörg streitan vegna inn-
heimtu gjalda ýmiss konar eða
útgáfu Sjómannablaðsins. Sei sei
já, nóg hefur nú starfsfólkið á
sinni könnu. (Ef það væri nú alltaf
jafnmikið á kaffikönnunni!) Upp
úr síðdegiskaffinu dregur úr erl-
inum og um kvöldmatarleytið er
venjulega allt orðið hljótt og
hurðir lagstar að hvílustöfum,
fegnar.
En svo ber það við um kvöld að
húsið vaknar á ný til mannfagn-
aðar og glaðværðar. Það er fundur
í kvenfélagi, og það er létt yfir
konunum, öll samskipti hlýlegri
og mildari en í streitu daglegra
anna. Margt ber á góma munns og
handa, pakkað er gjöfum, rætt um
framkvæmdir við orlofshús eða
lesin ljóð og sagðir brandarar og
farið í leiki. Og svo er alltaf kaffi á
eftir með fínu bakkelsi.
Það eru fjögur kvenfélög sem
eiga sér fastan fundarstað og tíma
í Borgartúni 18. Aldan, Bylgjan,
Hrönn og Keðjan. Öll halda þau
fund þar a.m.k. einu sinni í mán-
uði. Öll fjögur eru að uppruna fé-
lög eiginkvenna farmanna og
fiskimanna og eru það að mestu
enn. Félagskonur eru um 480
samtals.
Þessi fjögur félög hafa öll sett
sér mjög svipuð markmið með
starfsemi sinni: að vinna að
kynningu og samhug meðlima
sinna og fjölskyldna þeirra og að
ýmiss konar styrktar- og menn-
ingarmálum. Til dæmis má taka
að upphaf 2. gr. laga Keðjunnar er
svo; „Félagið starfar að því að efla
samúð og viðkynningu meðal vél-
stjórafjölskyldnanna og vinna að
styrktarstarfsemi með Vélstjóra-
félagi íslands . . .“ Og upphaf 2.
gr. laga Bylgjunnar: „Tilgangur
félagsins er að efla samúð og vin-
áttu meðal loftskeytamanna og
fjölskyldna þeirra. Einnig skal fé-
lagið vinna að styrktar og menn-
ingarstarfi innan félagsins og út á
við . ..“
Kvenfélagið Aldan er félag eig-
inkvenna skipstjóra og stýri-
manna á fiskiskipum. Félagið var
stofnað 11. febrúar 1959 af 63
konum. Fyrsti formaður þess var
Laufey Halldórsdóttir og var hún
formaður í 12 ár. Næst henni var
Sigríður Guðmundsdóttir for-
maður Öldunnar í 8 ár. Nú eru
105 konur í félaginu. Formaður er
Anný Hjartardóttir.
í viðtali við Víking sagði Anný
að kynningar- og skemmtistarfið
skipti miklu máli í félaginu. Það
væri ekki einungis að konurnar
hefðu í því vettvang til að kynnast
og starfa saman að ýmsum mál-
um, heldur leiddi félagsstarfið
iðulega til kynningar og vináttu
eiginmanna. Félagið héldi t.d.
ávallt skemmtun á lokadaginn og
þangað væri eiginmönnum auð-
vitað boðið. Skemmtilegustu
minningarnar frá þessari starf-
semi væru frá síldarárunum
eystra. Þá hefði félagið tekið
Barnaskólann á Eiðum á leigu
VÍKINGUR