Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Qupperneq 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Qupperneq 11
Efla samúð og vínáttu Víkingur kynnir starf kvenfélaganna Öldunnar, Bylgjunnar, Hrannar og Keðjunnar Myndin var tokin árið 1962, t>c)>ar fulltrúar fimm kvcnfclaya afhcntu forráðamönnum Hrafnistu í Reykjavík jóla)>laðniii}> fvrir vistmenn. Talið frá vinstri: Anna Óskarsdóttir stjórnarmaður í Bylgjunni, Guðmundur H. Oddsson ^jaldkcri Sjómannadagsráðs, Laufey Halldórsdóttir formaður Öldunnar, Astrid Hanncsson húsmóðir á Hrafnistu, Kristín Hjörvar formaður Kcðjunnar, Sigurjón Einarsson forstjóri Hrafnistu, Einar Thoroddsen formaður Sjómannadagsráðs, Gróa Pétursdöttir formaður Kvcnnadcildar Slysavarnafélagsins í Reykjavík, Hrefna Thoroddscn formaður Hrannar, Jónína Lofts- dóttir forniaður Kcðjunnar um árabil, Guðrún Sigurðardóttir formaður Bylgjunnar. í húsakynnum Farmanna- og fiskimannasambandsins er erill starfs hvern virkan dag. Mörg er áhyggjan út af kaupi og kjörum, samningum, dómum; margt álagið vegna ákvarðana um nýtt fiskverð eða breyttrar stjórnunar á veiðum; mörg streitan vegna inn- heimtu gjalda ýmiss konar eða útgáfu Sjómannablaðsins. Sei sei já, nóg hefur nú starfsfólkið á sinni könnu. (Ef það væri nú alltaf jafnmikið á kaffikönnunni!) Upp úr síðdegiskaffinu dregur úr erl- inum og um kvöldmatarleytið er venjulega allt orðið hljótt og hurðir lagstar að hvílustöfum, fegnar. En svo ber það við um kvöld að húsið vaknar á ný til mannfagn- aðar og glaðværðar. Það er fundur í kvenfélagi, og það er létt yfir konunum, öll samskipti hlýlegri og mildari en í streitu daglegra anna. Margt ber á góma munns og handa, pakkað er gjöfum, rætt um framkvæmdir við orlofshús eða lesin ljóð og sagðir brandarar og farið í leiki. Og svo er alltaf kaffi á eftir með fínu bakkelsi. Það eru fjögur kvenfélög sem eiga sér fastan fundarstað og tíma í Borgartúni 18. Aldan, Bylgjan, Hrönn og Keðjan. Öll halda þau fund þar a.m.k. einu sinni í mán- uði. Öll fjögur eru að uppruna fé- lög eiginkvenna farmanna og fiskimanna og eru það að mestu enn. Félagskonur eru um 480 samtals. Þessi fjögur félög hafa öll sett sér mjög svipuð markmið með starfsemi sinni: að vinna að kynningu og samhug meðlima sinna og fjölskyldna þeirra og að ýmiss konar styrktar- og menn- ingarmálum. Til dæmis má taka að upphaf 2. gr. laga Keðjunnar er svo; „Félagið starfar að því að efla samúð og viðkynningu meðal vél- stjórafjölskyldnanna og vinna að styrktarstarfsemi með Vélstjóra- félagi íslands . . .“ Og upphaf 2. gr. laga Bylgjunnar: „Tilgangur félagsins er að efla samúð og vin- áttu meðal loftskeytamanna og fjölskyldna þeirra. Einnig skal fé- lagið vinna að styrktar og menn- ingarstarfi innan félagsins og út á við . ..“ Kvenfélagið Aldan er félag eig- inkvenna skipstjóra og stýri- manna á fiskiskipum. Félagið var stofnað 11. febrúar 1959 af 63 konum. Fyrsti formaður þess var Laufey Halldórsdóttir og var hún formaður í 12 ár. Næst henni var Sigríður Guðmundsdóttir for- maður Öldunnar í 8 ár. Nú eru 105 konur í félaginu. Formaður er Anný Hjartardóttir. í viðtali við Víking sagði Anný að kynningar- og skemmtistarfið skipti miklu máli í félaginu. Það væri ekki einungis að konurnar hefðu í því vettvang til að kynnast og starfa saman að ýmsum mál- um, heldur leiddi félagsstarfið iðulega til kynningar og vináttu eiginmanna. Félagið héldi t.d. ávallt skemmtun á lokadaginn og þangað væri eiginmönnum auð- vitað boðið. Skemmtilegustu minningarnar frá þessari starf- semi væru frá síldarárunum eystra. Þá hefði félagið tekið Barnaskólann á Eiðum á leigu VÍKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.