Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Page 17
Fiskur á hvers
manns disk!
— en hve mikið, veit enginn
ÞAÐ er ekki einungis að ís-
lendingar veiði mikið af fiski og
flytji út feiknin öll af fiski, heldur
eta þeir mikið af fiski, og hefur
svo verið lengi. Fiskur og fisk-
vörur mega heita ómissandi þátt-
ur í matarneyslu hverrar einustu
fjölskyldu í landinu. Því má það
furðuiegt kallast að ógerlegt er
að fá haldgóðar upplýsingar um
fiskneyslu íslendinga. Engar töl-
ur eru til um það hve mikil hún er,
og þaðan af síður vita menn
hvernig hún skiptist eftir tegund-
um eða verkunaraðferðum. Þegar
menn velta fyrir sér hvaða breyt-
ingar hafi orðið og séu að verða á
fiskneyslu íslendinga, hafa menn
nánast ekkert við að styðjast
nema brjóstvitið eitt.
í skýrslu Fiskifélags íslands
um fiskaflann á árinu 1978 (Ægir
4. tbl. 1979, bls. 255) er innan-
landsneysla á fiski skráð 5.134
tonn. Hér er miðað við fisk upp
úr sjó. Þessi tala er reyndar svo
fjarri réttu lagi að hún má kallast
út í hött. Hún er sem sé allt of lág.
Kemur þar margt til. Fyrst er að
nefna að margir þeir sem kaupa
fisk og verka til innanlands-
neyslu gefa ekki skýrslur til
Fiskifélagsins, þó þeim sé það
skylt lögum samkvæmt. Mikið af
ferskum neyslufiski kemur ekki í
þessa tölu, t.d. sumt af þeim fisk
sem fisksalar kaupa af frystihús-
um. Allur saltfiskur er utan við
þessa skýrslu. Eitthvað af fiski
sem seldur er til innanlands-
neyslu kemur hvergi á skrár, t.d.
það sem fisksalar kaupa beint af
sjómönnum. Þá er enn ótalinn sá
fiskur sem sjómenn taka sér í
soðið af óskiptu.
í grundvelli framfærsluvísitöl-
unnar er fiskur og fiskvörur einn
liður heildarútgjalda vísitölu-
fjölskyldunnar. í ágúst síðast-
liðnum reyndist þessi liður vera
3.2% heildarútgjaldanna. Mat-
vörukaup vísitölufjölskyldu voru
þá ætluð vera 1.400.000 krónur á
ári, þar af fiskur og fiskvörur
147.000 krónur eða ríflega 10%.
Athuganir frá árinu 1965 benda
til þess að fiskneysla íslendinga
sé um 100 kg á mann yfir árið
miðað við fisk upp úr sjó. Ef hún
væri hin sama í dag, væri heild-
arneyslan innanlands rúm 22.000
tonn á ári. Nú stendur yfir
neyslukönnun á vegum Hagstof-
unnar til að leggja megi nýjan
grundvöll framfærsluvísitölu.
Könnun þessi hófst í febrúar á
þessu ári og á að standa í eitt ár.
Að henni lokinni ætti að fást
nánari vitneskja um fiskneyslu
íslendinga.
100 kg af fiski á mann á ári
virðist ekki ólíkleg tala. Kjöt-
neysla mun nú vera um 80 kg á
mann árlega, og er þá neysla
kjöts og fisks svipuð, því að gera
má ráð fyrir að meira gangi úr
fiskinum en kjötinu, einkum þar
sem hér er miðað við fisk upp úr
sjó. En hvaða fisk eta menn og
hvernig matbúa þeir hann? Um
það eru heimildir afar óná-
kvæmar, ekki við annað að
styðjast en eftirtekt og dóm-
Steinbíturinn er sagður blíðlyndur og vinfastur, þó að ekki sé hann smáfríður. Auk þess er
hann prýðilegur matfiskur, ef hann er feitur, en því miður eru ekki margir sem kunna að
meta hann að verðleikum.
VÍKINGUR
17