Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Side 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Side 42
Frá 29. þingi Farmanna- og fiskimannasambandsins 29. þing Farmanna- og fiski- mannasambandsins var haldið í Reykjavík síðustu viku í nóvem- ber, og sátu þingið hartnær 70 fulltrúar frá aðildarfélögum sam- bandsins víðsvegar að af landinu. Hér á eftir fara flestar ályktanir, sem þingið gerði um hina ýmsu málaflokka svo sem stjórnun fisk- veiða, kjaramál, öryggismál, o.fl. Verða sumar þessar ályktanir ræddar nánar í næstu blöðum. Þingið ályktaði, að stjórnun fisk- veiða væri nauðsynleg eins og nú háttar til um stofnstærðir og sókn víðs vegar frá landinu, en jafn- framt krefst þingið þess, að fyrir- hugaðar stjórnunaraðgerðir séu kunngerðar um hver áramót þannig að ljóst sé þegar í upphafi árs hve mikið magn megi veiða af hverri fisktegund, og hvenær veiðistöðvanir verði. 29. þing F.F.S.f. mótmælir harðlega þeim áformum borgar- stjórnar Reykjavíkur, sem fram hafa komið, um að taka af lóð Sjómannaskólans undir bygging- ar sem ekki tilheyra skólanum. Þingið skorar á menntamála- ráðuneyti, fiskimálasjóð og aðra þá aðila sem leitað kann að verða til, að veita nú þegar fé til að semja Þingið skorar á menntamála- ráðuneytið að sjá til þess, að ríkis- útvarpið auki þjónustu sína á stuttbylgjuútsendingu frétta með því að fréttatímar útvarps kl. 19:00 og kl. 22:30 verði einnig sendir út, eins og hádegisfréttir eru sendar út nú. Auk þess bendir þingið á að víða umhverfis landið eru hlust- unarskilyrði á mið- og langbylgju mjög slæm og gerir kröfu til þess að úr verði bætt. Þingið skorar á stjórnvöld að stórauka fjárveitingar til tækja- námsefm fyrir sjávarútvegsbraut í fjölbrautarskólum landsins. Þingið beinir þeim tilmælum til dómsmálaráðherra að hann láti fara fram hið fyrsta rannsókn á lögskráningu á íslensk skip, þar sem grunur leikur á að lög um lögskráningu og atvinnuréttindi séu brotin víða um land. Ný stjórn F.F.S.Í Nýr forseti sambandsins var kjörinn Ingólfur Fals- son, skipstjóra- og stýri- mannafélaginu Vísi í Kefla- vík, en varaforseti Magni Kristjánsson, skipstjóri Neskaupstað. Aðrir í stjórn sambandsins voru kjörnir: Björn Ó. Þorfinnsson, Ingólfur Ingólfsson, Reynir Björnsson, Guðjón Kristjánsson, Helgi Laxdal, Garðar Þorsteinsson, Guð- laugur Gíslason, Freysteinn Bjarnason og Gunnar Ara- son. Á fyrsta fundi nýkjör- innar stjórnar var kjörin framkvæmdastjórn, og skipa hana, auk forseta Garðar Þorsteinsson, ritari, Helgi Laxdal, gjaldkeri og Ingólfur Ingólfsson og Guðlaugur Gíslason með- stjórnendur. 42 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.