Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Blaðsíða 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Blaðsíða 47
og hlustvörslu skipa á kall- og neyðartíðnum. Þingið beinir þeim tilmælum til Siglingamálastofnunar ríkisins að undinn verði bráður bugur að því að gera nýja og fullkomna kennslumynd í meðferð gúmmí- björgunarbáta og leiti aðstoðar þeirra aðila sem best þekkja til um gerð slíkrar myndar. Þingið beinir þeim eindregnu tilmælum til samgönguráðherra og vitamálastjóra að lesnar verði á ísl. og ensku tilkynningar um bil- anir á ljós- og radíóvitum um strandstöðvarnar. Ennfremur um reköld og annað það sem sjófar- endum getur stafað hætta af. Tilkynningar þessar séu lesnar í framhaldi af lestri veðurfregna um strandarstöðvarnar. Rétt er að geta þess að slíkrar þjónustu njóta íslenskir sjófar- endur erlendis. Þingið ítrekar fyrri samþykktir sínar og formannaráðstefnu um að stjórn sambandsins vinni að því að starfsmönnum Landhelgis- gæzlunnar verði tryggður verk- fallsréttur eigi lakari en aðrar stéttir hafa. Þingið skorar á sambandsfélög- in að móta kröfur sínar vegna væntanlegra kjarasamninga hið allra fyrsta þannig að hægt sé að samræma kröfur tímanlega. Þingið beinir þeim tilmælum til hafnarstjórnar Akureyrar að hafnarmannvirki við Torunef verði ekki tekin úr notkun fyrr en viðhlítandi viðlegupláss verði komið í staðinn. 29. þing F.F.S.Í. ítrekar fyrri samþykktir um að sett verði upp vitar og sjómerki á eftirfarandi stöðum: 1. Ljósviti á Mánáreyjum. 2. Radarsvari á Ásmundar- staðaeyjum og Flatey á Skjálfanda. 3. Aukið verði ljósmagn vitans á VÍKINGUR Fontinum á Langanesi um leið og settur verði upp radíóviti á staðnum. 4. Athugað verði um styrkingu Kolbeinseyjar og uppsetn- ingu radarmerkis þar. 5. Sett verði upp radarmerki á Rifsker við norðanverðan Reyðarfjörð. 6. Til að merkja grunnleið frá Kambanesi að Ketilfles verði settur upp radarsvari og radioviti í Kambanesvita. Sett verði radarmerki á Rifsker á Breiðdalsvík og endurreist verði radarmerki á Bjarna- skeri, Svartaskeri, Lífólfsskeri og Skorbein. 7. Endurbætt verði leiðarmerk- ing um Hornafjarðarós. 8. Sett verði upp radarmerki á Tvísker. 9. Komið verði fyrir fleiri radarsvörum á söndunum milli lngólfshöfða og Hjörleifshöfða. 10. Endurreistur verði ljósvitinn í Surtsey. 11. Athugað verði um uppsetn- ingu radarmerkis á Eldeyjar- boða. 12. Sett verði radarmerki á ljós- duflin í Faxaflóa og Breiða- firði. 13. Séð verði um að radarsvarinn í Engey verði þar áfram. 14. Aukið verði ljósmagn Kross- nesvita við Grundarfjörð. 15. Leiðarmerking við innan- verðan Breiðafjörð verði aukin og endurbætt. 16. Svalvoga ljós- og radioviti verði settur aftur í það horf sem hann var með búsetu vitavarðar á staðnum. 17. Athugað verði um vitastæði á Kögri vestra. 18. Radiosvari við Skarðsfjöru verði styrktur. Þingið beinir þeim tilmælum til stjórnar sambandsins að hún ítreki við Sjómælingar íslands að gefin verði út ný leiðsögubók vegr>a siglinga skipa við strendur íslands og séð verði um að ávallt verði á boðstólum hafnarkort með aðsiglingaleiðum af öllum höfn- um landsins með eins nýjum dýptarmælingum og kostur er hverju sinni. Þingið beinir þeim tilmælum til stjórnar sambandsins að hún leggi lið tillögum Erlendar Jónssonar skipstjóra hjá Eimskip um bætta vörn bryggju og viðlegukanta í höfnum landsins og styðjist þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.