Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Blaðsíða 56
Myndarlegt
fjárframlag
Framkvæmdastofnunar til Sjóminjasafns
í 9. tölublaði Víkings þessa árs
var fjallað nokkuð um söfnun og
varðveislu sjóminja og lýst
hörmulegu ástandi þess máls. Síð-
an hefur það gerst að stjórn
Framkvæmdastofnunar ríkisins
hefur samþykkt að leggja fram
myndarlega (vonandi) fjárhæð til
styrktar málefninu.
Á fundi stjórnarinnar sem hald-
inn var 23. október sl. í Grindavík
var eftirfarandi samþykkt gerð, að
tillögu forstjóranna Sverris Her-
mannssonar og Tómasar Árna-
sonar:
„Stjórn Framkvæmdastofnunar
ríkisins samþykkir að styrkja
söfnun og varðveislu muna og
minja, einkum sjóminja, með allt
að \% af vaxtatekjum byggðasjóðs
árlega, frá og með 1. janúar 1980
að telja.
Fjármunum þessum verði ráð-
stafað í samráði við þjóðminja-
vörð.“
Á þessu ári mundi 1% af vaxta-
tekjum byggðasjóðs nema u.þ.b.
15 milljónum króna, og líkur eru
til að þær nemi um 20 milljónum á
árinu 1980. Hér gæti því orðið um
Leiðrétting
Missagt var í 9. tölublaði Vík-
ings (bls. 46) að Byggðasafnið í
Hafnarfirði mundi falla til sjó-
minjasafns. Þetta er rétt að því er
tekur til sjóminja í því safni, en á
ekki við safnið í heild. Víkingur
biðst velvirðingar á þessari mis-
sögn.
FTH
mjög gagnlegt framlag að ræða, þó
að ekki sé víst að það verði 1%,
heldur e.t.v. eitthvað minna. Ein-
hverjum kann að þykja að orðun-
um „allt að“ sé ofaukið í sam-
þykktinni. En hvað um það, henni
ber vissulega að fagna.
Þór Magnússon þjóðminja-
vörður sagði í stuttu samtali við
Víking af þessu tilefni, að féð yrði
áreiðanlega notað til sjóminja-
safns. Gera mætti ráð fyrir að því
yrði tvískipt: annars vegar yrði því
varið til bygginga og hins vegar til
að bjarga ýmsum sjóminjum frá
glötun.
Samþykkt stjórnar Fram-
kvæmdastofnunar er tilefni til að
árétta við samtök sjómanna og út-
gerðarmanna: Látið nú málefni
sjóminjasafns til ykkar taka. Tími
er til kominn að taka um það
ákvarðanir með hvaða hætti þið
viljið styrkja það.
Amerískur hermaður, sem
staddur var í Iitlu þorpi í Frakk-
landi, kom að máli við ensku-
mælandi lögregluþjón og kvartaði
yfir, að apótekarinn þarna í þorp-
inu væri misindismaður og mesta
sluddamenni. Honum sagðist svo
frá, að hann hefði farið ásamt fé-
laga sínum í apótekið, þar sem
þeir hefðu ætlað að kaupa
smokka. Þeir kunnu ekki orð í
frönsku, og apótekarinn var engu
betri í ensku, svo þeim reyndist
erfitt að gera honum skiljanlegt,
hvað þá vantaði.
„Að lokum tók ég það ráð,“
sagði hann, „að ég tók út liminn
og lagði hann fram á afgreiðslu-
borðið ásamt peningum, og félagi
minn gerði slíkt hið sama. Þá
loksins virtist apótekarinn byrja
að skilja, því hann brosti og kink-
aði kolli. En hvað heldurðu svo að
mannfýlan geri? Hann tekur út
þann stærsta penis, sem ég hef
nokkurntíma á æfi minni séð,
lagði hann fram á borðið og sóp-
aði til sín öllum peningunum.“
56
VÍKINGUR