Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Síða 64

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Síða 64
Aðalfundur Félags ísl. loftskeytamanna Aðalfundur Félags íslenskra loftskeytamanna var haldinn 26. október sl. í Borgartúni 18. Á fundinum var 31 félagi, og verður það að teljast góð fundarsókn, þar sem margir félagsmanna eru bundnir við störf sín á sjó. í félag- inu eru 87 manns. í stjórn félagsins sitja nú: Ólafu; K. Björnsson formaður, Reynir Björnsson gjaldkeri, Lárus Jóhannsson ritari, Lárus Helgason varaformaður, Bogi Þórðarson varagjaldkeri, Jón Steindórsson og Ögmundur Guðmundsson Ólafur K. Björnsson 64 meðstjórnendur. Á aðalfundinum voru fjórir menn kosnir í trúnað- arráð og fjórir til vara. Nýja reglugerðin er áfangi í öryggismálum Á fundinum var mjög til um- ræðu ný reglugerð um fjarskipta- tæki og loftskeytamenn um borð í íslenskum skipum. Reglugerð þessi hefur verið í smíðum í tvö ár, en er nú frágengin af hálfu Sam- gönguráðuneytisins. Reglugerð þessi kveður meðal annars á um að loftskeytamenn skuli vera um borð i fiskiskipum sem eru 55 metrar að skrásetningarlengd eða lengri, og á farskipum á alþjóða siglingaleiðum ef þau eru 1500 brúttó rúmlestir eða stærri; enn- fremur á öllum íslenskum skipum í Ameríkusiglingum án tillits til stærðar. Reglugerð þessa rná skoða sem mikilsverðan áfanga í öryggismálum sjómanna, vegna þess m.a. að þar er kveðið á um aukningu á fjarskiptabúnaði skipa. Loftskeytamenn þurfa betri skólun og starfsþjálfun Á aðalfundi sínum ræddu loft- skeytamennirnir einnig mikið um málefni Loftskeytaskólans og voru sammála um að starfsemi hans þyrfti að taka til gagngerrar endurskoðunar. Skólinn er rekinn af Póst- og símamálastjórninni og fyrir hennar rekstrarfé. Um lang- an aldur hefur hann ekki fengið neina fjárveitingu á fjárlögum. Er það álit loftskeytamanna að því fari fjarri að hann fylgi kröfum tímans, t.a.m. þyrfti að leggja mjög aukna áherslu á menntun í viðhaldi og viðgerðum á raf- eindabúnaði. Námskrá fyrir skól- ann finnst ekki, þó að eftir henni hafi verið leitað. Þá þótti fundarmönnum einnig nauðsyn til bera að nýútskrifaðir loftskeytamenn fengju nokkra þjálfun í samstarfi við vana menn áður en þeir tækju að sér sjálfstæð störf. Slík þjálfun tíðkast með flestum þjóðum og stendur frá 6 vikum upp í eitt ár. Að lokum skal þess getið að skrifstofa FÍL í Borgartúni 18 er opin frá klukkan 4 til 6 síðdegis alla mánudaga. Stjórnarmenn eru til viðtals á þeim tíma. FTH. Jón Jónsson var orðinn mjög miður sín af magaverkjum, svo hann fór til mikilsmetins sérfræð- ings og kvartaði sáran yfir líðan sinni. „Hvað borðaðir þú um hádeg- ið?“ spurði læknirinn. Jón hugsaði sig ofurlítið um og svaraði: „Soðinn humar, uxahalasúpu, kjúklingasteik, hnetusalat, rjóma- ís, kex og ost, kaffi og koníak.“ Læknirinn leit hvasst og rann- sakandi á hann. „Þú hefur ekkert með magasér- fræðing að gera. Það, sem þig vantar, er heilasérfræðingur.“ VÍKINGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.