Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Page 64

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Page 64
Aðalfundur Félags ísl. loftskeytamanna Aðalfundur Félags íslenskra loftskeytamanna var haldinn 26. október sl. í Borgartúni 18. Á fundinum var 31 félagi, og verður það að teljast góð fundarsókn, þar sem margir félagsmanna eru bundnir við störf sín á sjó. í félag- inu eru 87 manns. í stjórn félagsins sitja nú: Ólafu; K. Björnsson formaður, Reynir Björnsson gjaldkeri, Lárus Jóhannsson ritari, Lárus Helgason varaformaður, Bogi Þórðarson varagjaldkeri, Jón Steindórsson og Ögmundur Guðmundsson Ólafur K. Björnsson 64 meðstjórnendur. Á aðalfundinum voru fjórir menn kosnir í trúnað- arráð og fjórir til vara. Nýja reglugerðin er áfangi í öryggismálum Á fundinum var mjög til um- ræðu ný reglugerð um fjarskipta- tæki og loftskeytamenn um borð í íslenskum skipum. Reglugerð þessi hefur verið í smíðum í tvö ár, en er nú frágengin af hálfu Sam- gönguráðuneytisins. Reglugerð þessi kveður meðal annars á um að loftskeytamenn skuli vera um borð i fiskiskipum sem eru 55 metrar að skrásetningarlengd eða lengri, og á farskipum á alþjóða siglingaleiðum ef þau eru 1500 brúttó rúmlestir eða stærri; enn- fremur á öllum íslenskum skipum í Ameríkusiglingum án tillits til stærðar. Reglugerð þessa rná skoða sem mikilsverðan áfanga í öryggismálum sjómanna, vegna þess m.a. að þar er kveðið á um aukningu á fjarskiptabúnaði skipa. Loftskeytamenn þurfa betri skólun og starfsþjálfun Á aðalfundi sínum ræddu loft- skeytamennirnir einnig mikið um málefni Loftskeytaskólans og voru sammála um að starfsemi hans þyrfti að taka til gagngerrar endurskoðunar. Skólinn er rekinn af Póst- og símamálastjórninni og fyrir hennar rekstrarfé. Um lang- an aldur hefur hann ekki fengið neina fjárveitingu á fjárlögum. Er það álit loftskeytamanna að því fari fjarri að hann fylgi kröfum tímans, t.a.m. þyrfti að leggja mjög aukna áherslu á menntun í viðhaldi og viðgerðum á raf- eindabúnaði. Námskrá fyrir skól- ann finnst ekki, þó að eftir henni hafi verið leitað. Þá þótti fundarmönnum einnig nauðsyn til bera að nýútskrifaðir loftskeytamenn fengju nokkra þjálfun í samstarfi við vana menn áður en þeir tækju að sér sjálfstæð störf. Slík þjálfun tíðkast með flestum þjóðum og stendur frá 6 vikum upp í eitt ár. Að lokum skal þess getið að skrifstofa FÍL í Borgartúni 18 er opin frá klukkan 4 til 6 síðdegis alla mánudaga. Stjórnarmenn eru til viðtals á þeim tíma. FTH. Jón Jónsson var orðinn mjög miður sín af magaverkjum, svo hann fór til mikilsmetins sérfræð- ings og kvartaði sáran yfir líðan sinni. „Hvað borðaðir þú um hádeg- ið?“ spurði læknirinn. Jón hugsaði sig ofurlítið um og svaraði: „Soðinn humar, uxahalasúpu, kjúklingasteik, hnetusalat, rjóma- ís, kex og ost, kaffi og koníak.“ Læknirinn leit hvasst og rann- sakandi á hann. „Þú hefur ekkert með magasér- fræðing að gera. Það, sem þig vantar, er heilasérfræðingur.“ VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.