Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Qupperneq 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Qupperneq 57
r Asgeir Þórhallsson: Jóna gamla og jólatréð Óskar, Bjarki og Tralli sátu í kjallaraherbergi klukkan tíu á Þorláksmessu og drukku vodka í kók. Fyrir utan var snjókoma og bílljós á þönum. Á veggjum var veggfóður með rauðum lóðrétum röndum, í loftinu nakin ljósapera. Raggi Bjarna var að syngja í útvarpinu Rauðar gardínur voru fyrir glugg- anum og gluggakistan rýkug. Óskar sat við skrifborð á stól sem brakaði í og þurfti að slá saman öðru hvoru. Á skrifborðinu var ritsafn Halldórs Laxness, sundur- skrúfuð talstöð, fullur öskubakki, grár sími, rafhlöðuútvarp. Óskar var rauðhærður með uppgreitt hár og yfirvaraskegg, klæddur frá- hnepptri peysu, axlamjór og hafði þann kæk að strekkja á nefvöðv- anum. í herberginu voru tveir gamlir stólar, sófaborð hlaðið tómum gosglerjum og tímaritum; Satt og Penthouse. Einnig var á borðinu Smirnoff vodka og hálf risakók. Upp við vegg var óum- búið rúm. Loftið var mettað reykjarsvælu og Raggi Bjarna var að syngja í útvarpinu. „Hvort eigum við að fara á ball eða niður í bæ og gera allt vit- laust?“ sagði Bjarki, sem var í holdum, klæddur leirljósum jakkafötum og oddmjóum kúrekastígvélum. Nefbroddurinn vísaði upp á við svo það strekktist á efri vörinni. Hann var rauð- eygður og lét glasbotninn strjúkast við handabakið á stólnum. „Böllin eru bara til tólf, er það ekki?“ „Jú.“ VÍKINGUR „Eruð þið búnir að kaupa allar jólagjafirnar?“ sagði Óskar. „Þú talar eins og litla dóttir mín sem ég átti að kaupa pissudúkku fyrir í Ameríku,“ sagði Tralli sem var í nýrri úlpu utan yfir krumpuð jakkaföt og hafði beyglað nef. „Og keyptirðu hana ekki?“ „Blessaður, ég steingleymdi því, maður var fullur allan tímann." „Hvað voruð þið lengi í New York?“ „Það var bara einn dagur.“ „Og hvað gerðuð þið?“ „Við rúntuðum um í leigubíl. Fórum í dýragarð og á life show. Vorum með sama bílinn allan tímann. Blessaður leigubílstjórinn var eitthvað að reyna að sýna okkur þetta.“ „Fenguð þið hass?“ „Leigubílstjórinn gaf okkur að smakka.“ „Maður ætti að kynnast ýmsu ef maður er í svona siglingum. Var ekkert jólalegt í New York?“ „Nei. Ég sá ekkert jólaskraut. Þetta var um hábjartan dag.“ „Ætlarðu þá ekki að fara niður í bæ að kaupa pissudúkku handa dóttur þinni núna?“ „Nei, nú förum við á ball og dettum í það. Farðu að skipta um föt,“ sagði Tralli. Hver var það sem fór alltaf með þig í Tívolí? Óskar tók svört jakkaföt út úr fataskáp og byrjaði að hneppa frá sér skyrtunni. Á hvítri bringu hans voru nokkur rauð hár. Síminn hringdi. „Halló,“ sagði Óskar. Konurödd í símanum sagði: „Ætlarðu ekki að setja seríuna á tréð fyrir Jónu gömlu Hansen?" „Ég get það ekki núna mamma, ég er að gera annað.“ „Þú veist að gamla konan treystir sér ekki til þess. Þú hefur nú gert þetta fyrir hana frá því þú varst smástrákur.“ „Nú er ég orðinn fullorðinn. Hvað, heldurðu að hún geti ekki gert þetta sjálf!“ „Hún treystir engum öðrum til þess en þér. Þú getur nú gert svona lítið fyrir hana, hún er nú einu sinni frænka þín. Hver var það sem fór alltaf með þig í Tívolí og hver hélt afmælisveisiurnar þínar? Þá var hún nógu góð.“ „Af hverju þarf endilega að gera þetta alltaf á Þorláksmessu?“ „Þetta er fastur liður í jólahald- inu hjá henni. Það yrðu engin jól fyrir hana ef hún þyrfti að fá ein- hvern annan. Systurnar eiga þetta inni hjá þér. Gerðu það nú Óskar minn.“ „Ég er upptekinn og er að fara að gera annað. Bless.“ Hann skellti á. „Hvað var þetta?“ „Æ, það var ekkert. Hún mamma með jólahaldið sitt.“ Við fundum ekkert partí en á einum ganginum var litasjónvarp á hjól- um. „Hvernig er það strákar, eruð þið ekkert komnir í jólaskap,“ sagði Bjarki. „Nei,“ sagði Óskar og batt bindi á sig fyrir framan spegilinn. „Ég kemst alltaf í jólaskapið, 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.