Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Blaðsíða 69

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Blaðsíða 69
Fiskideildir á Vestfjörðum þinga 39. Fjórðungsþing fiskideildanna á Vestfjörðum var haldið á Patreksfirði 20. október s.l. Voru þar rædd hin ýmsu hagsmunamál sjávarútvegsins og m.a. samþykktar eftirfarandi ályktanir: Stjórnun fiskveiða Fjórðungsþing fiskideildanna á Vestfjörðum haldið á Patreksfirði 20. október 1979 samþykkir eftirfarandi: 1. Við stjórnun fiskveiða verði áfram beitt beinum takmörkunum, til að draga úr eða takmarka sókn í ákveðna fiskstofna. Telur þingið, að svo margir augljósir ókostir og annmarkar fylgi svo nefndri verð- lagsaðferð, þ.e. að selja aðgang að fiskimiðunum, hvort sem það yrði gert í formi auðlindaskatts eða með sölu veiðileyfa, að hún komi alls ekki til greina við stjórnun veiða. 2. Allar veiðitakmarkanir séu kunn- gerðar með góðum fyrirvara, svo að útgerð og fiskvinnsla geti skipulagt rekstur sinn þannig, að takmarkanirnar valdi sem minnstum truflunum á rekstri fyrirtækjanna og leiði ekki til at- vinnuleysis á ákveðnum árstím- um. 3. Kvótaskiptingu á þorskafla telur þingið óframkvæmanlega, auk þess sem hún myndi lama það framtak, sem fylgt hefir fiskveið- um alla tíð, og er grundvöllur heilbrigðrar útgerðar. 4. Meðan nauðsynlegt er talið að draga úr sókninni í þorskstofninn verði aflamark fyrir þorsk ákveðið fyrir tímabilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert og sóknartakmark- anir ákveðnar með hliðsjón af því. 5. Frá 1. maí 1980 til 30. apríl 1981 verði þorskveiðar takmarkaðar þannig: VÍKINGUR Togarar: 1. maí til 30. sept. 1980 70 dagar 1. okt. til 31. des. 1980 10 dagar 1. jan. til 30. apríl 1981 10 dagar alls 90 dagar Bátar: 1. maí til 30. sept. 1980 10 dagar 1. okt. til 31. des. 1980 10 dagar 1. jan. til 30. apríl 1981 10 dagar alls 30 dagar 6. Á þeim tíma, sem fiskiskip stundar ekki þorskveiðar, megi hlutdeild þorsks í heildarafla ekki nerna meiru en 15%. Efnahagsmál 39. Fjórðungsþing fiskideildanna á Vestfjörðum telur sýnilegt, að efna- hagsmál þjóðarinnar verði innan skamms tíma komin í þann hnúl, sem lítt verði leysanlegur og leiða muni til kjaraskerðingar og atvinnuleysis, ef fram heldur sem nú horfir. Verði því lögð þung áherzla á það við stjórn- völd og væntanlegan meirihluta á Alþingi, að taka upp breytta efna- hagsstefnu, sem þjóðin má við una, að öðrum kosti er sú vá fyrir dyrum, sem enginn getur séð fyrir endann á. Mestan hluta líðandi áratugs hefir geysað hér óðaverðbólga, sem hefir verið að jafnaði 40—50% á ári. Út- flutningsatvinnuvegunum hefur verið haldið gangandi með stöðugu gengis- sigi og verulegum gengisfellingum, en ríkisbúskapnum með stórfelldum er- lendum lántökum og aukinni skuld við Seðlabankann. Ekkert aðhald hefir verið í peninga- og fjárfesting- armálum hins opinbera. Reynslan sýnir, að óðaverðbólga heftir eðlilegar framfarir og dregur úr framleiðni. Laust fjármagn leitar til þeirra verðmæta, sem ætla mælti að skiluðu til baka fé í líkum verðmæt- um og lagt var til þeirra, án tillits til þess hvort um sé að ræða þjóðhags- lega hagkvæma verðmætasköpun eða fjárfestingu. Óðaverðbólgan leiðir til þess, að atvinnuvegirnir eru í stöðugu fjár- svelti. þar sem fjármagnsþörf þeirra eykst stöðugt. en stóraukin fjár- magnsþörf leiðir aftur til aukins fjár- magnskostnaðar og óhagkvæmari reksturs. Endurnýjun fiskiskipaflotans 39. Fjórðungsþing fiskideildanna á Vestfjörðum bendir á, að nauðsyn er á endurnýjun fiskiskipaflotans. Stöðnun endurnýjunar kallar á stór- stökk í nýbyggingum, svo sem reynsl- an hefir sýnt. Slík stórstökk eru óhagkvæm þjóðhagslega, þegar til lengri tíma er litið. Þingið telur, að stöðvun á nýbygg- ingum erlendis sé óeðlileg, þegar um er að ræða sölu á eldra skipi í staðinn, enda verði skily rðislaust staðið við slík fyrirheit. Þingið lítur svo á, að nreð eðlilegri endurnýjun flotans beri ekki aðstefna að aukningu hans frá því sem nú er. Frú Anna kemur inn í svefn- herbergi sonar síns hálfátta að morgni: — Farðu nú á fætur svo þú komir í skólann á réttum tíma. — En ég vil ekki fara í skólann, mamma. — Engin heimskulæti, vinur. — En ég hata skólann. Krökk- unum er illa við mig, kennurunum er í nöp við mig, og jafnvel hús- vörðurinn forðast mig. — Láttu ekki svona. Þú verður að fara. Þú ert nú einu sinni skólastjórinn. 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.