Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Page 25
aukist mjög mikið á síðustu
10—12 árum“ segir Birgir, „enda
hefur talsvert verið gert til að
kynna hana. í fyrra vetur var eg
með síldarkynningu í verslunum,
og ég hef einnig gefið út bæklinga
með uppskriftum síldarrétta. í
blöðum hafa líka verið þættir um
Birgir Þorvaldsson eigandi og fram
kvæmdastjóri íslenskra sjávarrétta.
Sveinn og Ævar Guðmundssynir í vinnslusal Síldarrétta sf.
síldarrétti. Annars virðist sá nei-
kvæði áróður sem hafður var í
frammi síðastliðið sumar gegn
lagmetisiðnaði hafa valdið okkur
skaða, bæði sekum og saklaus-
um“.
Síldarréttir sf.
er fyrirtæki við Súðavog í
Reykjavík. Eigendur eru þrír
feðgar: Guðmundur Jörundsson
og synir hans, Sveinn og Ævar.
Þeir eru reyndar nýbúnir að eign-
ast fyrirtækið, keyptu það um síð-
ustu áramót, en það hefur reyndar
starfað þarna í 15 ár.
Síldarréttir framleiðir niður-
lagða síld; marineraða síld,
kryddsíld og síld í sherry, gaffal-
bita, reyktan fisk (ýsu) og sjólax-
pöstu. Starfsmenn eru 6 og fram-
leiðslan fer eingöngu á innan-
landsmarkað.
Hjá Síldarréttum er sömu sögu
að segja og hinum fyrirtækjunum
tveimur: Mikil söluaukning hefur
orðið að undanförnu, sérstaklega
á síldinni, en reyndar í öðrum
greinum framleiðslunnar einnig.
FISKANES H.F.
Grindavík Útgerð:
O 92-8280 M/B Geirfugl GK 66
8081 M/B Grindvíkingur GK 606
8095 M/B Jóhannes Gunnar GK 268
8088
Starfrækjum:
Hraðfrystihús - — Skreiðarverkun —
Saltfiskverkun — Síldarsöltun
VÍKINGUR
25