Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Síða 19
greind þeirra sem selja fisk til
neytenda. Samkvæmt henni er
víst óhætt að gera ráð fyrir því að
ýsa sé eftirsóttasti matfiskurinn
og þá helst ýsuflök. Lítið meira
vitum við með vissu, nema fiskur
er fæða hversdagsins.
Það er út af fyrir sig umhugs-
unarefni hve fiskveiði þjóðinni
íslendingum er í rauninni lítið
gefið um fiskinn. Fáir gera sér
grein fyrir því að sjávarafli býður
upp á fjölbreytilegt hráefni,
lystilegan hátíðamat. Ef til vill er
nú þetta ljós að renna upp fyrir
íslendingum smám saman. Við-
tölin við formann Fisksalafél-
agsins og framleiðendur síldar-
rétta hér á eftir gætu bent til þess.
Fólk kaupir mest ýsu
en líka margt annað
Einn bjartan morgun í október.
Stundarkorn staldra ég við í fisk-
búðinni í Víðimel 35 til að skoða
fiskinn og fólkið sem kemur til að
kaupa hann. Nokkrar mínútur er
ég þarna einn inni með af-
greiðslumanninum, ísaki Þor-
bjarnarsyni. Hér fæst sitthvað af
gómsætu fiskmeti: ýsa ný, heil,
flökuð, nætursöltuð og reykt — og
svo ýsuhakk, saltfiskur og saltaðar
kinnar og nýr bútungur; saltsíld
tvær tegundir; lúða niðurskorin í
bita, grásleppa söltuð; skata og
skötuselur. Svo fæst hér ýmislegt
sem með fiski á að hafa: lýsi, tólg,
kartöflur og líka egg.
Nú fer fólk að koma í búðina,
það streymir að. Þrír, fjórir, fimm
bíða afgreiðslu í einu. ísak fær nóg
að gera. Flest eru þetta rosknar
húsmæður, en líka eldri karlar og
einstaka barn. Flestir spyrja víst
um ýsuflök, og fljótlega eru þau
uppseld. Áttu bara ýsu? spyr ein-
VÍKINGUR
hver, og á víst við heila ýsu.
Gamall maður sem var kominn út
fyrir dyr með ýsuna sína, snýr inn
aftur og segir við ísak: Heyrðu,
skerðu hana vinur fyrir mig í
stykki. Þegnar neysluþjóðfélags-
ins eiga líklega ekki hnífa sem
bíta. Annars fer því fjarri að fólkið
kaupi bara ýsu, það kaupir margt
annað, t.d. eru tveir eða þrír sem
Fólk streymir inn og fsak fær nóg að gera.
19
Er ýsuaflinn fjórðungi meiri en skýrslur herma?
Svo sem rakið er í greinarstúfnum Fiskur á hvers manns
disk eru skýrslur um fiskneyslu íslendinga allsendis ófull-
nægjandi. Tala sú sem skráð er í skýrslum Fiskifélags íslands
fyrir árið 1978 gæti vel verið 17 til 18 þúsund tonnum of lág.
Nú er sennilega meirihluti þess sem íslendingar eta af
fiski, ýsa. Bágt er að hugsa sér að það kunni e.t.v. að vera um
10 þúsund tonn af ýsu sem ekki eru skráð í aflaskýrslur.
Árið 1978 veiddust, samkvæmt tölum Fiskifélagsins, alls
rúmlega 40 þúsund tonn af ýsu. Ætli rétt tala væri nær því að
vera 50 þúsund tonn?
Hafrannsóknastofnunin byggir tillögur sínar um aflahá-
mark (1979: 45 þúsund tonn af ýsu) m.a. á aflaskýrslum
Fiskifélagsins. Er sá grundvöllur ekki helst til ótraustur í
þessu dæmi?