Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Blaðsíða 32
Þór Sævaldsson: Réttindamál vélstjóra ÞÓR Sævaldsson er fæddur 7. ágúst 1952 í Vestmanna- eyjum og ólst þar upp og í Kópavogi. Faðir hans er Sævaldur Runólfsson stýri- maður og móðir Sigurbirna Hafliðadóttir sjúkraliði. Þór lauk iðnnámi vélvirkja 1974 og 4. stigi Vélskólans 1977. Hefur starfað hjá Eimskipafélagi íslands frá 1976 og er nú 2. vélstjóri á Bæjarfossi. Um árabil hafa réttindamál vélstjóra verið mikið til umræðu og þá aðallega beinst að hvort veita eigi þessum eða hinum undanþágu fyrir þessari eða hinni vélinni. Hver kannast svo sem ekki við auglýsingu eins og þessa: Vélstjóri eða maður vanur vélum óskast á bát er rær úr....o.s.frv. Vélstjórum með tiltæk réttindi hafa sumum þótt þessar auglýs- ingar ósvífnar og hafa þá gjarnan bent á að sennilega þætti ein- hverjum er ætti undir því, sú aug- lýsing ósvífin frá Landsspítalan- um er hugsanlega hljóðaði svo: Fæðingarlæknir óskast eða maður vanur konum til að.. . .o.s.frv. Ekki verður hér lagður neinn dómur á undanþáguveitingar en vikið að öðrum þætti er teljast verður réttlætismál í þágu stórs hluta starfandi vélstjóra. Ég er ekki viss um hvort menn almennt gera sér grein fyrir reglu- gerð vélstjórnarnámsins og hvað vélstjórar beint úr skólanum hafa í raun lítil réttindi, vanti keyrslu- tímann. Það er sem sagt aldrei minnst á „praxísinn“ sem a.m.k. Þjóðverjar og Bretar telja nærri hálfan sannleikann. Samkvæmt reglugerðinni fást ekki full rétt- indi fyrr en eftir nokkurra ára keyrslu, og vinnuréttindin eru ekki staðfest nema fyrir liggi sjó- ferðabók er sanni mál vélstjórans. Nú hlýtur það að virðast flest- um einkennilegt að vélstjórar á t.d. diesel-jarðborum, er oft á tíð- um hafa mjög stórar vélar, skuli standa eftir jafnvel margra ára keyrslu í sömu sporum réttinda- lega og skólapiltar á tröppum Vélskólans á loka-útskriftardegi sínum. Sömu sögu má reyndar segja um vélstjóra hjá rafveitum ríkisins, hitaveitunni, þá sem vinna á Keflavíkurflugvelli og víðar. Það er ekki óeðlilegt að þessum mönnum þyki hart að vera eins og nýgræðingar rétt- indalega ef þeir skelltu sér til sjós og þyrftu réttindanna vegna að standa þrepi neðar en aðrir ein- ungis af því að viðkomandi jarð- bor/raforkuver valt ekki að stað- aldri vestur í Víkurál. Það getur varla nú á tímum tal- ist frágangssök hvar menn fái sinn verklega hluta námsins, bara ef þeir fá hann, og þar með fulla viðurkenningu á námi sínu og Þór Sævaldsson starfi. Það má kannski deila um hvaða vinnustaðir teljist hér hæfir til reynsluvinnu en þetta má leysa. Störf a.m.k. sumra þessara manna standa tvímælalaust fyllilega jafnfætis vélgæslu til sjós. Nú undanfarið hefur heyrst að Vélskólinn o.fl. hafi riðið á vaðið með breytingu á inntökuskilyrð- um til setu í skólanum, og að þetta fáist í gegn hjá yfirvöldum hugs- anlega á næstunni eða sé þegar fengið. Breytingin er því fólgin að ekki sé einungis um vélvirkja að ræða er setjist í skólann heldur eigi fleiri stéttir járniðnaðar- manna sömu tækifæri. Undanfar- in ár hafa vélvirkjar haft mögu- leika á bæði vélskóla og tækni- skólamenntun en aðrir járniðnað- armenn eingöngu haft framhalds- skóiamöguleika í Tækniskólan- Gestabókin 32 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.