Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Blaðsíða 50
Þjóðardrykkur íra er Guiness
bjórinn. Bandarískur ferðamaður
var staddur á írskri krá og var
furðu lostinn yfir því hve hratt ír-
arnir kneyfðu mjöðinn. Sneri
hann sér að einum þeirra og veðj-
aði við hann, að hann gæti ekki
drukkið fimm lítra á einum
stundarfjórðungi. frinn bað um
smá frest til undirbúnings, og
hvarf á brott, en kom aftur eftir
tuttugu mínútur og drakk fimm
lítra á korteri.
— Ég vissi að ég mundi geta
þetta, sagði hann hróðugur, — því
ég var að enda við að prófa það á
kránni hér við hliðina.
Þykkvbæingurinn keypti
gúmmíhanska handa konunni
sinni. Hún var himinlifandi og
sagði: — Þetta er nú aldeilis fínt.
Nú get ég þvegið mér um hend-
urnar án þess að bleyta í þeim.
— Ég veit ekki hver hann er, en hann kentur alltaf í mat.“
Svo var það Reykvíkingurinn,
sem fór til læknis til að fá ráð við
kyngetuleysi . . . Læknirinn ráð-
lagði honum að hlaupa sjö kíló-
metra á dag og hringja í sig eftir
viku. Eftir viku hringir Reykvík-
ingurinn.
— Hefur skokkið ekki bætt
kynlífið? spyr læknirinn.
— Ég veit það ekki, er svarið, —
ég er á Þingvöllum núna.
Af hverju eru írar bestu njósn-
ararnir?
— Jafnvel þótt þeir séu pynd-
aðir muna þeir ekki hvað þeir áttu
að gera.
Svo var það Skotinn, sem keypti
tíu punda umferðasekt af íranum
með 50% afslætti.
Jónas hafði miklar áhyggjur út
af konu sinni og fór til sálfræðings
til að fá ráðleggingar. — Hún
Jónamín er orðin sjúklega hrædd
um að fötunum hennar verði stol-
ið. Núna um daginn þegar ég kom
heim, var hún búinn að ráða
mann til að gæta fatanna í fata-
skápnum.
50
VÍKINGUR