Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Qupperneq 67

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Qupperneq 67
Finnur Daníelsson: Jólatúr á B.v. Hannesi ráðherra árið 1929 Við vorum búnir að vera á veið- um í nokkra daga, útaf Vestfjörð- um, á Hala-miðum og þar um slóðir. 20. eða 21. desember gerði storm, veiðum hætt og leitað land- vars, lagst var innan við Flateyri á Önundarfirði. Það mun hafa verið 22. desem- ber, fyrir hádegi, að skipstjórinn fékk skeyti þess efnis að varðskip- ið Þór væri strandað milli Skaga- strandar og Blönduóss, og þess óskað að hann færi á skipi sínu norður fyrir og reyndi að bjarga skipshöfninni af Þór. Skipið var gert sjóklárt, akkerum létt, og strax haldið af stað, það mun hafa verið rétt eftir hádegi. Á var norðaustan stormur og sortabylur, en farið var útmeð oddanum á Flateyri. Sáust húsin á eyrinni, annað land sáum við ekki fyrr en um birtingu daginn eftir. Það var utan við Skagaströnd. Af þessari ferð norður fyrir Strandir er það að segja, að það var stóra stormur og hafrót af norð-austan, en skipinu var þrýst áfram til hins ýtrasta með fullu vélarafli. Það voru mikil og hörð átök sem blessað skipið okkar varð að þola, því Ægir gamli var í sínum versta ham, en það skilaði hlutverki sínu með sóma, ásamt með skipstjóra þess, er fór stystu og öruggustu leið að settu marki. Þegar komið var á strandstað, var strax hafist handa um björgun, Iffbátur af Hannesi settur á flot, mannaður af skipverjum, sem til þess voru kvaddir, og með samþykki þeirra, því þetta var eigi hættulaus för. Trillubátur frá Skagaströnd, kom þangað og lagðist fyrir dreggi utan við Þór, taug var höfð í bát- inn, og honum róið að síðu Þórs og þar með hófst björgun skipverja af Þór. Björgunin gekk vel, miðað við aðstæður, og eigi man ég til þess að nokkur meiðsli yrðu á mönnum. Þessu var öllu lokið um hádegi, því skipsmenn af Þór voru komnir um borð í Hannes, lífbáturinn strax hífður upp og settur í sínar skorður, akkerum létt og haldið út með landi. Um borð í Hannesi var ánægja yfir unnum sigri, og einnig vegna þess að við áttum að fara til Reykjavíkur með skipshöfnina af Þór, og hefðum orðið þar á að- fangadagskvöld. En margt fer öðruvísi en áætlað er, því varðskipið Ægir kom inn með Skaga og skipshöfnin af Þór var flutt um borð í hann, og Ægir fór heim og var kominn þangað á aðfangadag. Af okkur er það að segja, að það var haldið á Hala-mið því veður fór batnandi, þó eigi væri gott veiði- veður, vorum við þar að veiðum á aðfangadag og fram eftir jóladegi, en þá gekk veður upp aftur og gerði storm, veiðum hætt og haldið til lands, og lagst á sama stað inn- an við Flateyri. Þannig gengu þessir dagar fyrir sig á þessu skipi, þ.e. í desember- mánuði árið 1929. Þá er að geta þess, að skipstjóri á Hannesi í þessum túr var Ingvar Loftsson. Hannes ráðherra kom nýr til landsins í ársbyrjun 1926, hann var með stærri skipum í togaraflota íslendinga 445 br. rúmlestir, sam- kvæmt þáverandi mælingu. Hinn fasti skipstjóri á Hannesi var hinn mæti og góði maður Guðmundur Markússon, en hann var í fríi þennan túr og var heima hjá sér. VÍKINGUR 67
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.