Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Síða 59

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Síða 59
„Á ég að skilja brennivínið eft- ir?“ „Nei, taktu það með.“ „Eigum við ekki að koma hing- að og drekka eftir ball?“ „Eg veit ekki. Taktu það með, þú getur fengið að geyma það í fatageymslunni." Tralli stakk flöskunni í úlpu- vasann, þeir slökktu ljósið í her- berginu og Óskar læsti. I gangin- um þar sem var skótau, lopavettl- ingar á ofni nam Óskar staðar. Bjarki hélt útihurðinni opinni. „Ég er hættur við að fara á ball,“ sagði Óskar og horfði niður fyrir sig. „Hva, af hverju?“ „Æ, það er ómögulegt að vera þunnur á aðfangadagskvöld.“ „Hvað er þetta maður, kominn í jakkafötin. Þú færð þér einn sterkan á barnum, þá lagast þetta.“ „Ég ætla ekki að fara.“ Tralli yppti öxlum. „Ókei. Ekki ætlum við að neyða þig-“ „Gleðileg jól,“ sagði Óskar. „Bless og gleðileg jól,“ sögðu þeir þungir á brún, fóru inn í leigubílinn sem ók af stað. Það heyrðist sláttur i keðjum. Um miðnætti stóð Óskar í teppalögðum tréstiga og bankaði á hvíta hurð. Hann hafði skipt um föt; var með trefil og vettlinga. Gömul, lágvaxin, gráhærð kona í grænum kjól kom til dyra og tók gleraugu af andlitinu. „Ég er kominn til að skreyta jólatréð,“ sagði Óskar. „Mikið var það gott,“ sagði konan og sló saman lófum; það var Jóna Hansen. íbúðin var böðuð ljósi og fyllt greniilmi. Óskar gekk inn, tók af sér yfir- höfnina. Þetta var lítil risíbúð þar sem voru olíumálverk og vatns- VÍKINGUR litamyndir á veggjum. Eitt olíu- málverkið var af rauðleitu húsi við Tjarnargötuna, ein vatnslitamynd af fólki á skautum á Tjörninni. íbúðin var böðuð ljósi og fyllt greniilmi. Við borðstofuborð sat kona í hvítum hversdagskjól úr næloni og var að pakka inn jóla- gjöfum. í sófa voru kerti og jóla- skraut. Þarna voru tvær samliggj- andi stofur. I innri stofunni var óskreytt jólatré og stóð á stól sem búið var að saga neðan af fótun- um. Þarna var bókaskápur og brjóstmynd af föður systranna sem hafði verið prestur, fyrst í Danmörku svo á íslandi. Var brjóstmyndin úr gifsi með yfir- skegg og hökuskegg, neftóbaks- ponta var á tréstandinum sem styttan stóð á. Þarna var tvö- hundruð ára gamall sófi sem óþægilegt var að sitja í. Á útvegg stórt málverk af Maríu mey, sem huldi andlit sitt í blæju, önnur kona reyndi að hugga hana — virtust staddar á heiði. Einnig var þarna upphleypt andlitsmynd í gifsi á harðviðarspjaldi, var vangasvipur af konu, yfir hundrað ára gamalli. Þarna voru gamlir og sterkbyggðir antik hægindastólar sem gott var að sitja í, skammel og innskotsborð. Jóna Hansen kom með grænan aflangan kassa. „Hér kemur serían." Óskar lagði kassann á gólfið og tók lokið af. Hafði bómull verið lögð yfir perurnar til að verja þær hnjaski. Perurnar voru hvítar og aflangar, grænn þráður tengdi þær saman. Óskar dreifði perun- um á gólfið, leysti þær í sundur þar til þær höfðu myndað hring. „Þetta getur hafa flækst hjá mér er ég tók þetta saman í fyrra. Ég vona að engin pera sé brotin.“ Óskar skrúfaði þær perur fastar sem losnað höfðu. Jóna krosslagði hendur. Mundu nú að ná þér í kærustu áður en það verður of seint. Konan í nælonkjólnum kom með konfekt í skál. „Má bjóða herranum svona.“ „Ekki stíga á perurnar, mann- eskja og ekki reka rassinn í jóla- tréð,“ sagði Jóna. „Má ég ekki traktera herrann?" „Nei. Þú átt ekki að vera að spilla honum.“ Óskar stóð á fætur og fékk sér mola. „Fáðu þér annan.“ „Takk kærlega.“ „Jæja, láttu okkur nú í friði,“ sagði Jóna. Utgerðarmenn Vélstjórar Önnumst allar raflagnir og viögeröir í skipum og verksmiöjum Símar: 13309 og 19477 59
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.