Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Page 60

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Page 60
„Þú hefur engan einkarétt.“ „Svona, haltu áfram að pakka inn jólagjöfunum.“ „Hvernig er það, Óskar, ertu búinn að fá þér kærustu.“ „Ekki er það nú,“ sagði Óskar og roðnaði. „Þú skalt fara að drífa þig í þessu, annars fer fyrir þér eins og mér og þú nærð ekki í neitt.“ „Já,“ sagði Óskar og kinkaði kolli. „Fáðu þér annan.“ Óskar tók annan mola, það var súkkulaðiflaska vafin í silfur- pappír. Hann tók utan af molan- um og stakk honum upp í sig. Er hann beit í flöskuna brotnaði hún og áfengur vökvi rann um munn hans. Konan brosti og fór fram. Óskar stakk ljósaseríunni í samband til prufu, ljós kom á allar nema eina. „Húrra,“ sagði Jóna og and- varpaði. „En það kemur ekki ljós á eina.“ „Það er í lagi. Hér eru varaper- ur,“ sagði Óskar, tók peru innan úr bómullinni og skipti um. Jóna lyfti sér upp af hælunum OLÍUVERZLUN ÍSLANDS HF. HAFNARSTRÆTI 5 • REYKJAVÍK SÍMI 24220 MEIRI ENDING MINNA SLIT BP Mobil SMUROLÍUR OG SMURFEITI og andvarpaði sællega. Óskar byrjaði að raða perunum á jóla- tréð, klemma var neðan á hverri. Hann dreifði perunum á tréð, hafði færri þar sem sneri upp að veggnum. „Og eina ofarlega til að lýsa toppinn,“ sagði Jóna og benti á grein ofarlega. Þegar Óskar var búinn að raða seríunni á tréð eftir bestu getu, stakk hann klónni í samband, tréð varð uppljómað. „Þetta er fallegt. Þetta er stór- fínt,“ sagði Jóna og tvísté um gólfið. „Viltu aðra peru á toppinn?“ „Nei, þetta er fínt. Svo skreyti ég tréð, set á það kúlur og engla- hár. Þetta er alveg mátulega stórt tré. Ef það er stærra þá er maður alltaf að reka sig í það, þá hrynur grenið svo af. Mér finnst þessi gervitré svo leiðinleg. í gamla daga voru alltaf höfð kerti. 0, það er svo fallegt. En það hefur enginn svoleiðis nú til dags. Jólatré eru orðin svo hversdagsleg að börnin líta ekki við þeim nú orðið. Bók- staflega sjá þau ekki, þó maður sé að vanda sig við að skreyta þau.“ „Var það eitthvað fleira?“ sagði Óskar. „Nei, þakka þér kærlega, væni minn.“ Óskar fann að nú var hann kominn í jólaskap. Óskar gekk til dyra. „Ég ætla að fylgja þér til dyra svo þú farir ekki með vitið úr húsinu.“ Konan í nælonkjólnum greip í olnboga Óskars í því hann var að fara út úr dyrunum. „Hérna, ég ætla að gefa þér þetta fyrir,“ sagði hún og stakk ís- kaldri kóka kóla að honum. „Þakka þér kærlega,“ sagði Óskar. 60 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.