Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Blaðsíða 60

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Blaðsíða 60
„Þú hefur engan einkarétt.“ „Svona, haltu áfram að pakka inn jólagjöfunum.“ „Hvernig er það, Óskar, ertu búinn að fá þér kærustu.“ „Ekki er það nú,“ sagði Óskar og roðnaði. „Þú skalt fara að drífa þig í þessu, annars fer fyrir þér eins og mér og þú nærð ekki í neitt.“ „Já,“ sagði Óskar og kinkaði kolli. „Fáðu þér annan.“ Óskar tók annan mola, það var súkkulaðiflaska vafin í silfur- pappír. Hann tók utan af molan- um og stakk honum upp í sig. Er hann beit í flöskuna brotnaði hún og áfengur vökvi rann um munn hans. Konan brosti og fór fram. Óskar stakk ljósaseríunni í samband til prufu, ljós kom á allar nema eina. „Húrra,“ sagði Jóna og and- varpaði. „En það kemur ekki ljós á eina.“ „Það er í lagi. Hér eru varaper- ur,“ sagði Óskar, tók peru innan úr bómullinni og skipti um. Jóna lyfti sér upp af hælunum OLÍUVERZLUN ÍSLANDS HF. HAFNARSTRÆTI 5 • REYKJAVÍK SÍMI 24220 MEIRI ENDING MINNA SLIT BP Mobil SMUROLÍUR OG SMURFEITI og andvarpaði sællega. Óskar byrjaði að raða perunum á jóla- tréð, klemma var neðan á hverri. Hann dreifði perunum á tréð, hafði færri þar sem sneri upp að veggnum. „Og eina ofarlega til að lýsa toppinn,“ sagði Jóna og benti á grein ofarlega. Þegar Óskar var búinn að raða seríunni á tréð eftir bestu getu, stakk hann klónni í samband, tréð varð uppljómað. „Þetta er fallegt. Þetta er stór- fínt,“ sagði Jóna og tvísté um gólfið. „Viltu aðra peru á toppinn?“ „Nei, þetta er fínt. Svo skreyti ég tréð, set á það kúlur og engla- hár. Þetta er alveg mátulega stórt tré. Ef það er stærra þá er maður alltaf að reka sig í það, þá hrynur grenið svo af. Mér finnst þessi gervitré svo leiðinleg. í gamla daga voru alltaf höfð kerti. 0, það er svo fallegt. En það hefur enginn svoleiðis nú til dags. Jólatré eru orðin svo hversdagsleg að börnin líta ekki við þeim nú orðið. Bók- staflega sjá þau ekki, þó maður sé að vanda sig við að skreyta þau.“ „Var það eitthvað fleira?“ sagði Óskar. „Nei, þakka þér kærlega, væni minn.“ Óskar fann að nú var hann kominn í jólaskap. Óskar gekk til dyra. „Ég ætla að fylgja þér til dyra svo þú farir ekki með vitið úr húsinu.“ Konan í nælonkjólnum greip í olnboga Óskars í því hann var að fara út úr dyrunum. „Hérna, ég ætla að gefa þér þetta fyrir,“ sagði hún og stakk ís- kaldri kóka kóla að honum. „Þakka þér kærlega,“ sagði Óskar. 60 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.