Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Side 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Side 35
Ólafur Karvel Pálsson: Þorskveiðarnar síðustu árin Bráðum eru liðin 3 ár síðan enskir togararyfirgáfu íslandsmið þann sögulega dag 1. desember 1976 og íslendingar öðluðust óskoruð yfirráð yfir íslenska þorskstofninum. Þar með lauk rúmlega 500 ára fiskveiðisögu Breta á Islandsmiðum. Ein helsta röksemd okkar ís- lendinga í baráttunni um yfirráðin yfir fiskmiðum landgrunnsins var sú, að óskoruð yfirráð okkar væru forsenda þess, að hægt væri að nýta fiskstofnana af skynsamlegu viti. Nú höfum við haft þessi yfir- ráð í hartnær 3 ár og væri því ekki úr vegi að athuga lítillega, hvernig til hafi tekist, hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis og hvað sé hugsan- lega til úrbóta. Þar sem þorskur- inn er nú einu sinni mikilvægastur okkar nytjafiska verður þessi at- hugun takmörkuð við þann gula fisk. Veiðarnar 1977—1979 Meðfylgjandi mynd sýnir þorskafla íslendinga síðustu 3 ár- in. Neðri hluti myndarinnar sýnir mánaðaraflann ár hvert, en efri hlutinn heildaraflann ár hvert frá ársbyrjun til loka hvers mánaðar. Aflatölur eru í þúsundum tonna og byggjast á aflaskýrslum Fiski- félags íslands. Súlnarit mánaðaraflans sýnir mjög ljóslega, að þorskveiðarnar byggjast á tveimur toppum, afla- hrotum, sem sjómenn og fisk- verkafólk hefur orðið áþreifan- lega vart við í gegnum árin. Þessar aflahrotur eiga sér raunar líf- VÍKINGUR Dr. Ólafur Karvel Pálsson fiskifræðinRur. fræðilegar skýringar. Fyrri hrotan og sú meiri, sem nefna mætti vor- hámark, á rætur að rekja til hrygningar þorsksins fyrir Suður- og Suðvesturlandi í mars og apríl. Á þessum tíma er langmest veitt í net og botnvörpu og hefur aflinn þessa 2 mánuði verið 95—122 þús. tonn síðustu 3 árin eða u.þ.b. þriðjungur af þorskafla íslend- inga yfir allt árið. Seinni aflahrotan, sem nefna mætti sumarhámark, á að líkind- um rætur að rekja til fæðuöflunar þorsksins yfir mánuðina júní— ágúst. í þessari hrotu er langmest- ur hluti aflans tekinn í botnvörpu eða flotvörpu fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi. Þessa 3 mánuði hefur aflinn verið 87—97 þús. tonn síðustu 3 árin eða sem nemur 26—31% af ársaflanum. Hér er eingöngu átt við þorskafla íslend- inga nema annað sé tekið fram. Afli er einnig allgóður og jafn- vel mjög góður í janúar, febrúar og maí, en hinsvegar einkennast síðustu 4 mánuðir áranna af treg- fiskiríi með mánaðarafla um 13 þús. tonn. Þegar efri hluti myndarinnar er skoðaður með samanburði milli ára í huga kemur í ljós, að mis- munur á heildarafla hefur ráðist á vetrarvertíð í janúar—maí, og hafa aflabrögð verið fremur sveiflukennd á þessu tímabili, einkum i mars, en tiltölulega jöfn frá ári til árs síðari hluta ársins. Árin 1977 og 1978 er framvind- an í heild mjög áþekk, enda þótt nokkur munur sé á aflabrögðum í einstökum mánuðum. í heild munar 10 þús. tonnum á vertíðar- afla þessi 2 ár. Árið 1978 er afli heldur meiri í júní og júlí en heldur minni síðustu mánuði -árs- ins þannig að einnig munar 10 þús. tonnum á ársaflanum 1977 og 1978. Á síðustu vetrarvertíð (1979) voru aflabrögð mjög góð í febrúar og mars miðað við 2 fyrri ár, en heldur lakari í apríl og maí og var vertíðarafli í ár 20 til 30 þús. tonnum meiri en 2 síðustu árin. Samkvæmt aflatölum janúar—- september 1979 var aflinn þá um 23 þús. tonnum meiri en yfirsama tímabil 1977 og 1978. Sá aflamis- munur, sem fyrir lá milli þessara 35

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.