Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Síða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Síða 35
Ólafur Karvel Pálsson: Þorskveiðarnar síðustu árin Bráðum eru liðin 3 ár síðan enskir togararyfirgáfu íslandsmið þann sögulega dag 1. desember 1976 og íslendingar öðluðust óskoruð yfirráð yfir íslenska þorskstofninum. Þar með lauk rúmlega 500 ára fiskveiðisögu Breta á Islandsmiðum. Ein helsta röksemd okkar ís- lendinga í baráttunni um yfirráðin yfir fiskmiðum landgrunnsins var sú, að óskoruð yfirráð okkar væru forsenda þess, að hægt væri að nýta fiskstofnana af skynsamlegu viti. Nú höfum við haft þessi yfir- ráð í hartnær 3 ár og væri því ekki úr vegi að athuga lítillega, hvernig til hafi tekist, hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis og hvað sé hugsan- lega til úrbóta. Þar sem þorskur- inn er nú einu sinni mikilvægastur okkar nytjafiska verður þessi at- hugun takmörkuð við þann gula fisk. Veiðarnar 1977—1979 Meðfylgjandi mynd sýnir þorskafla íslendinga síðustu 3 ár- in. Neðri hluti myndarinnar sýnir mánaðaraflann ár hvert, en efri hlutinn heildaraflann ár hvert frá ársbyrjun til loka hvers mánaðar. Aflatölur eru í þúsundum tonna og byggjast á aflaskýrslum Fiski- félags íslands. Súlnarit mánaðaraflans sýnir mjög ljóslega, að þorskveiðarnar byggjast á tveimur toppum, afla- hrotum, sem sjómenn og fisk- verkafólk hefur orðið áþreifan- lega vart við í gegnum árin. Þessar aflahrotur eiga sér raunar líf- VÍKINGUR Dr. Ólafur Karvel Pálsson fiskifræðinRur. fræðilegar skýringar. Fyrri hrotan og sú meiri, sem nefna mætti vor- hámark, á rætur að rekja til hrygningar þorsksins fyrir Suður- og Suðvesturlandi í mars og apríl. Á þessum tíma er langmest veitt í net og botnvörpu og hefur aflinn þessa 2 mánuði verið 95—122 þús. tonn síðustu 3 árin eða u.þ.b. þriðjungur af þorskafla íslend- inga yfir allt árið. Seinni aflahrotan, sem nefna mætti sumarhámark, á að líkind- um rætur að rekja til fæðuöflunar þorsksins yfir mánuðina júní— ágúst. í þessari hrotu er langmest- ur hluti aflans tekinn í botnvörpu eða flotvörpu fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi. Þessa 3 mánuði hefur aflinn verið 87—97 þús. tonn síðustu 3 árin eða sem nemur 26—31% af ársaflanum. Hér er eingöngu átt við þorskafla íslend- inga nema annað sé tekið fram. Afli er einnig allgóður og jafn- vel mjög góður í janúar, febrúar og maí, en hinsvegar einkennast síðustu 4 mánuðir áranna af treg- fiskiríi með mánaðarafla um 13 þús. tonn. Þegar efri hluti myndarinnar er skoðaður með samanburði milli ára í huga kemur í ljós, að mis- munur á heildarafla hefur ráðist á vetrarvertíð í janúar—maí, og hafa aflabrögð verið fremur sveiflukennd á þessu tímabili, einkum i mars, en tiltölulega jöfn frá ári til árs síðari hluta ársins. Árin 1977 og 1978 er framvind- an í heild mjög áþekk, enda þótt nokkur munur sé á aflabrögðum í einstökum mánuðum. í heild munar 10 þús. tonnum á vertíðar- afla þessi 2 ár. Árið 1978 er afli heldur meiri í júní og júlí en heldur minni síðustu mánuði -árs- ins þannig að einnig munar 10 þús. tonnum á ársaflanum 1977 og 1978. Á síðustu vetrarvertíð (1979) voru aflabrögð mjög góð í febrúar og mars miðað við 2 fyrri ár, en heldur lakari í apríl og maí og var vertíðarafli í ár 20 til 30 þús. tonnum meiri en 2 síðustu árin. Samkvæmt aflatölum janúar—- september 1979 var aflinn þá um 23 þús. tonnum meiri en yfirsama tímabil 1977 og 1978. Sá aflamis- munur, sem fyrir lá milli þessara 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.